Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skagfjörðsskáli

Skagfjörðsskáli

Skagfjörðsskáli er á sléttri grund, skammt frá Krossá, í mynni Langadals í Þórsmörk. Leiðin þangað frá   hringveginum liggur um margar óbrúaðar ár og þörf er gætni, þegar ekið er um vöðin. Meðal áhugaverðra staða á leiðinni er Stakkholtsgjá, Hvanngjá o.fl. Rétt vestan skálans er Valahnúkur, sem fæstir standast og flestir klífa. Stórendi, Stangarháls, Hamraskógar, Húsadalur, Tindafjöll, Básar, Tindfjallajökull, gosstöðvarnar (Móði og Magni) uppi á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökull eru í næsta nágrenni og þangað leggja margir leið sína. Þarna er einnig upphafs- eða endastaður margra á leiðinni um „Laugaveginn” til eða frá Landmannalaugum með viðkomu í skálum Ferðafélags Íslands í Botnum, við Álftavatn og á Hrafntinnuskeri.

Skálinn er jarðhæð með rúmgóðu anddyri, tveimur eldhúsum, stórum matsal og tveimur svefnstofum og ris með svefnrými í kojum. Alls hýsir Skagfjörðsskáli 75 manns í kojum. Auk skálans er sérhúst með góðri hreinlætisaðstöðu (vatnssalerni og sturtur), viðdvalarhús fyrir daggesti, lítill svefnskáli fyrir 2-4 og verzlunarhús.  Öll nauðsynleg áhöld er að finna í eldhúsunum.

GPS staðsetning: 63°40.960 19°30.890.

Upplýsingar frá fi.is

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir í Þórsmörk
Valahnúkur (458m) er vestan við mynni Langadals, þar sem Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands stendur. Gangan upp er létt og útsýnið ofan af honum á gó…
Langidalur
Langidalur er í Merkurrananum norðan Krossár við austanverðan Valahnúk (458m). Þetta grösuga   dalverpi er breiðast fremst, þar sem Ferðafélag Íslands…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )