Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæðinu. Ylrækt er mikil og er þar mesta svepparækt landsins. Einnig er nokkur annar iðnaður á staðnum og má nefna þar einu límtrésverksmiðju landsins. Afar fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir ferðamenn, góð hótel, önnur fjölbreytt gisting og gott tjaldsvæði. Alls konar afþreying sem tengist jarðhita stendur til boða, og á Flúðum er góð sundlaug. Flestir ferðamenn ættu að finna hér eitthvað við sitt hæfi. Stutt er í veiði í ám og vötnum.
Margir sögustaðir eru í grenndinni og má þar nefna kirkjustaðinn Hruna, en hann tengist sögunni „Dansinn í Hruna”, þegar kölski sjálfur kom nýjársnótt eina, þegar heimamenn sátu að svalli og dansi í kirkjunni, og kippt henni niður í undirdjúpin.
Vegalendin frá Reykjavík er um 100 km.
Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!