Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldgos í Geldingadölum

Geldingagos á Reykjanesi 30.mars 2021
Eldgos í Geldingadölum 30.mars 2021, ellefti dagur

Eldgos við Fagradalsfjall

Að kveldi 19.mars 2021 um kl 20:45 hófst síðan eldgos rétt austan við Fagradalsfjall í Geldingardölum. Gosið var talið lítið og var gossprungan um 500 – 700 m að lengd. Lítil gosstrókavirkni var á svæðinu og hraunið innan við 1 km2 að stærð. Syðri endi hrauntungunnar virtis vera í um 2,6 km fjarlægð frá Suðurstrandarvegi. Hér má sjá eina af fyrstu myndunum af gosinu tekna úr þyrlu Landhelgisgæslunnar þá um kvöldið.

Geldingadalagos

Hér má lesa hluta framvindu gossins eins og það var skráð á vefsíðu Veðurstofunnar á vedur.is

Uppfært 20.03. kl. 16.00
Gosið í Geldingadal er ekki stórt og því er útlit fyrir að gasmengun frá eldstöðvunum komi til með að hafa lítil áhrif á líðan og heilsu íbúa á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðisins.

Uppfært 21.03 kl. 12.30
Veðurstofan fylgist grannt með þróun gasmengunar frá eldgosinu í Geldingadal. Ekki er útlit fyrir að gasmengun frá eldstöðvunum komi til með að hafa veruleg áhrif á líðan og heilsu íbúa á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðisins næstu daga, en veður, vindátt og magn mengunarefna (s.s. SO2 og CO2) frá eldstöðvunum hafa áhrif á dreifingu og styrk gasmengunar.

Uppfært 25.03. 2021 kl. 16.40
Á Reykjanesskaga sýna bylgjubrotsmælingar að jarðskorpan er að jafnaði um 15 km þykk, og neðan við jarðskorpuna tekur möttullinn við. Með jarðeðlisfræðilegum mælingum má greina merki kviku eða kvikuhólfa í jarðskorpunni, en á Reykjanesskaga finnast engin merki um slíkt, hvorki kviku né kvikuhólf. Því má búast við að kvika sem upp kemur í eldgosum á Reykjanesskaga komi beint neðan úr möttli.

Nú hafa efnagreiningar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands á nýja hrauninu í Geldingadölum staðfest að svo sé, þ.e. að kvikan sem upp kemur sé frumstæð og komi beint úr möttli af 15-17 km dýpi. Áætlað er að kvikuflæðið í Geldingadölum sé um 5-6 m3/s og hefur flæðið lítið breyst frá því að eldgosið hófst.

Uppfært 05.04. 2021 kl. 13.20
Ný gossprunga opnaðst um klukkan 12 í dag í grennd við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Fyrsta mat er að sprungan sé sennilega um 200 metra löng og er miðja hennar staðsett um kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraunið frá nýju sprungunni rennur niður í Meradali.

Uppfært 07.04. 2021 kl. 8:45
Hraunflæðið úr nýjustu gosrásinni virðist að mestu renna niður í Geldingadali. Þessi þriðja gosrás opnaðist á miðnætti og er á milli gosstaðanna tveggja sem fyrir voru. Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um 150m að lengd og um 1 metri að dýpt. Það er þar sem nýjasta gosrásin er staðsett.

Uppfært 15.04.2021  kl.0:30
Ný gossop hafa mynduðust síðustu daga og er talið að kvika komi nú upp á 8 stöðum við Fagradalsfjall. Hraunrennsli hefur haldist nokkuð jafnt síðustu fjóra sólarhringa, eða um tæpir fimm rúmmetrar á sekúndu að meðaltali.

Uppfært 19.04. 2021 kl. 12:10
Liðnir eru 30 dagar frá því að eldgos hófst við Fagradalsfjall. Í samantekt frá Jarðvísindastofnun Háskólans segir að meðalhraunrennslið fyrstu 30 dagana er 5,6 m3/s. Í samanburði við flest önnur gos er rennslið tiltölulega stöðugt. Mælingarnar á hrauninu sýna nú að nokkur aukning hefur orðið síðustu 1-2 vikur. Meðalrennslið fyrstu 17 dagana var 4,5-5 m3/s, en síðustu 13 daga er það nálægt 7 m3/s.

Uppfært 30.08. 2021
Fimm mánuðum eftir upphaf gos, eru engin merki þess að því fari að ljúka. Hraunrennsli úr iðrum jarðar hefur verið nokkuð stöðugt, þó nokkur hlé þar á hafa fengið sérfræðinga til að spá endalokum þess. Síðastliðnar tvær vikur hafa nýjar sprungur komið í ljós í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall. Svæðið á Gónhóli var fjölfarinn útsýnisstaður við eldstöðvarnar en er núna umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Sprungurnar eru líklega togsprungur og raða sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum.

Uppfært 19.09. 2021
Í dag hefur gosið í Fagradalsfjalli í hálft ár. Þar er lítil virkni þessa stundina eftir líflega viku.
Í vikunni byrjaði púlsavirkni sem þá hafði ekki sést frá því í apríl og maí. Þá stígur óróinn upp og það byrjar að vella úr gígnum. Samkvæmt síðustu mælingu sem gerð var 9. september nær hraunið yfir 4,63 ferkílómetra og 142,7 milljónir rúmmetra af hrauni hafa komið upp.

Samanburður við önnur gos sýnir að þrátt fyrir aukninguna er rennslið nú aðeins um helmingur þess sem kom að meðaltali upp fyrstu 10 dagana á Fimmvörðuhálsi vorið 2010, sem var þó lítið gos. Samanburður við Holuhraun sýnir að rennslið nú er 6-7% af meðalhraunrennsli þá sex mánuði sem það gos stóð. Rennslið er svipað og var lengst af í Surtsey eftir að hraungos hófst þar í apríl 1964 til gosloka í júní 1967.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út mikilvæg skilaboð fyrir þá sem ætla að fara að gosstöðvunum.

  • Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgosins með vindinn í bakið.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
  • Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni
  • Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.
  • Veðurstofan hefur sett upp veðurstöð við gosstöðvarnar sem sýnir athuganir á klukkustunda fresti.

Hér er hægt að lesa um eldgos á Reykjanesi á þessari öld.

Eldgos er hófst 19.mars 2021 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 3.ágúst 2022 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 10.júlí 2023 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 18.desember 2023 við Sundhnúk.
Eldgos er hófst 14.janúar 2024 við Hagafell.
Eldgos er hófst 8.ferúar 2024 við Sundhnúk.

Myndasafn

Í grennd

Almenningur Reykjanes
Almenningur er hraunspilda milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns á Vatnsleyuströnd. Fyrrum var þar    skógur, sem eyddist af ofbeit og skógarhöggi. Umh…
Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Eldgos númer 2 við Fagradalsfjall
Eldgos númer 2 við Fagradalsfjall Það er byrjað að gjósa í Meradölum. Þann 19.mars 2021 eftir langvarandi jarðskjálftahrinur á Reykjanesi hófst el…
Eldgos númer 3 við Fagradalsfjall
Þriðja eldgosið við Fagradalsfjall 6. júli 2023 Undanfari. Alls hafa 4.700 skjálft­ar mælst frá upp­hafi hrin­unn­ar sem hófst 4. júlí. Þar af hafa 1…
Eldgos við Hagafell Reykjanesi 2024
Fimmta eldgosið á Reyjanesskaga á þessari öld var við Hagafell. 14. janúar 2024. Eldgos hófst 7:57 að morgni. Suðsuðaustan við Hagafell hafði mynd…
Fagradalsfjall
Fagradalsfjall er vestast af lágu fjöllum Reykjanesskagans, 385 metra hátt fjall sem mótaðist á síðasta hluta ísaldar sem stóð í um 100.000 ár, líkleg…
Grindavík Ferðast og Fræðast
Grindavík á Reykjanesi Grindavík var öflugasti útgerðarstaður landsins fyrir gosið á Reykjanesi . Þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem ve…
Gunnuhver
Hverasvæði á Reykjanesi Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er   hverinn þar en hann mun dra…
Keilir
Móbergsfjall (379 m.y.s) á Reykjanesskaga. Keilir myndaðist við gos undir jökli á ísöld. Hann er þekktur vegna sérkennilegrar strýtumyndaðrar lögunar …
Ögmundarhraun
Ögmundarhraun er undir Núpshlíðarhálsi, milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála. Vesturhluti þess er af öðrum   uppruna en austurhlutinn. Hraunið er rakið til…
Reykjanes, ferðast og fræðast
Reykjanes er yzti hluti Suðurnesja. Þar eru mikil ummerki eldvirkni og vart sést þar stingandi strá. Mest ber á dyngjum, s.s. Háleyjarbungu og Skálafe…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )