Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldgos við Sundhnúk Reykjanesi

Eldgos Reykjanesi

Fjórða eldgosið á Reyjanesskaga á þessari öld var við Sundhnúk.

Eftir mikla hrinu jarðskjálfta frá lokum október hófst eldgos með miklum látum milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells klukkan 22.17 þann 18.desember 2023, í kjölfar skjálftahrinu sem hófst um kl 21.00. Í fyrstu var áætlað að um frekar kröftugt gos væri að ræða, enda kom strax í ljós um 3,5 til 4 km löng gossprunga og hraunflæði sem mældist um 100 til 200 rúmetrar á sekúndu, sem var margfalt meira en í fyrri gosununum þremur á Reykjanesskaganum.
Nokkur ótti skapaðist fyrstu dagana um að hraunið gæti runnið til Grindavíkur eða yfir Grindavíkur veg, en fjarlægð sprungunar var aðeins um 3 km frá Grindavík.

19. desember. Nokkuð virtist hafa dregið úr gosinu strax á öðrum degi, en enn gaus á allri gossprungunni. Mestur kraftur virtist vera um miðja sprunguna. Hraunflæði minkaði verulega um miðjan dag og virtis vera aðeins um fjórðungur af upprunalegu rennsli.

20. desember. En hélt áfram að draga úr gosinu og höfðu myndast tveir gosgígar sem mest gaus úr um miðbik sprungunnar. Hraun breiðan mældist af gervitunglamyndum um tæpir 4 km2 að flaramáli. Verulega hafði dregist úr skjálftavirkni þennan sólahringinn. Virkni gossins var talið vera þennan dag sambærilegt við fyrri gos.

21. desember. Er vísindimenn flugu yfir gosstöðvarnar þennan dag virtist sem engin gosvirkni væri í sprungunni og því líklegt að goslok hafi átt sér stað þann morguninn. Þó var talið að enn gæti hraunrennsli verið í lokuðum rásum frá sprungunni. Mælar sýndu einnig landris við Svartsengi frá upphafi gos og því óttuðust eftirlitsmenn að gos gæti hafist þar í nágrenninu næstu daga.

Hér er hægt að lesa um eldgos á Reykjanesi á þessari öld.

Eldgos er hófst 19.mars 2021 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 3.ágúst 2022 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 10.júlí 2023 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 18.desember 2023 við Sundhnúk.
Eldgos er hófst 14.janúar 2024 við Hagafell.
Eldgos er hófst 8.ferúar 2024 við Sundhnúk.

Myndasafn

Í grennd

Bláa Lónið
Afrennslisvatn frá orkuverinu í Svartsengi myndaði hið upphaflega Bláa lón. Það varð og er enn þá, í nýrri aðstöðu, fjölsóttasti ferðamannastaður land…
Eldgos í Geldingadölum
Eldgos við Fagradalsfjall Að kveldi 19.mars 2021 um kl 20:45 hófst síðan eldgos rétt austan við Fagradalsfjall í Geldingardölum. Gosið var talið líti…
Eldgos milli Sundhnúks og Stóra-Skófells Reykjanesi
Sjötta eldgosið á Reyjanesskaga á þessari öld var milli Sundhnúks og Stór-Skógfells. Klukkan 5:30 að morgni 8.febrúar 2024 hófst áköf smáskjálftavirk…
Eldgos númer 2 við Fagradalsfjall
Eldgos númer 2 við Fagradalsfjall Það er byrjað að gjósa í Meradölum. Þann 19.mars 2021 eftir langvarandi jarðskjálftahrinur á Reykjanesi hófst el…
Eldgos númer 3 við Fagradalsfjall
Þriðja eldgosið við Fagradalsfjall 6. júli 2023 Undanfari. Alls hafa 4.700 skjálft­ar mælst frá upp­hafi hrin­unn­ar sem hófst 4. júlí. Þar af hafa 1…
Eldgos við Hagafell Reykjanesi 2024
Fimmta eldgosið á Reyjanesskaga á þessari öld var við Hagafell. 14. janúar 2024. Eldgos hófst 7:57 að morgni. Suðsuðaustan við Hagafell hafði mynd…
Grindavík Ferðast og Fræðast
Grindavík á Reykjanesi Grindavík var öflugasti útgerðarstaður landsins fyrir gosið á Reykjanesi . Þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem ve…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )