Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldgos númer 2 við Fagradalsfjall

Geldingardalsfjall eldgos
Eldgos í Geldingadölum 3.ágúst 2022, fyrsti dagur

Eldgos númer 2 við Fagradalsfjall

Það er byrjað að gjósa í Merardölum.

Þann 19.mars 2021 eftir langvarandi jarðskjálftahrinur á Reykjanesi hófst eldgos kl 20:45  rétt austan við Fagradalsfjall í Geldingardölum. Gosið fór hægt af stað og stóð allt fram í september með nokkrum hléum. Hér má lesa meira um það gos.

Þann 3.ágúst 2022 hófst síðan kafli tvö í væntanlegri langri röð eldgosa á Reykjanesi næstu ár. Rétt uppúr kl 13:00 opnaðist um 300 metra sprunga rétt við fyrri staðsetningu eldstöðva nálagt Merardölum. Við fyrstu sýn virðist gosið byrja með meiri látum en fyrra gos, hraunspýjurnar ná um 50 metra í loft upp og virðist hraunið renna yfir eldra hraunið.

Hér munum við reyna að fylgjast með framvindu þessa eldgos.

 

Veðurstofa Íslands gaf út mikilvæg skilaboð fyrir þá sem fóru að gosstöðvunum á síðasta ári. Hér ítrekum við þau skilaboð.

  • Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgosins með vindinn í bakið.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
  • Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni
  • Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.
  • Veðurstofan hefur sett upp veðurstöð við gosstöðvarnar sem sýnir athuganir á klukkustunda fresti.

Hér eru ráðleggingar frá Umhverfisstofnun vegna mengunar frá gosstöðvum og hlekkur á loftgaedi.is sem sýnir stöðu á loftgæðum í byggð.

Myndasafn

Í grend

Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Eldgos í Geldingadölum
Eldgos við Fagradalsfjall Eftir langvarandi jarðskjálftahrinur á Reykjanesi var ljóst að kvikuflæði var að safnast upp í kvikugangi er virtist liggja…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Grindavík
Grindavík á Reykjanesi Grindavík er einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem veita íbúum og fjölda aðk…
Gunnuhver
Hverasvæði á Reykjanesi Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er   hverinn þar en hann mun dra…
Jarðfræði Suðvesturland
Jarðfræði Suðvesturlands Reykjanesbeltið er kallað rekbelti (Rift Zone; þóleiít-berg). Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall 19. mars 2021: …
Keilir
Móbergsfjall (379 m.y.s) á Reykjanesskaga. Keilir myndaðist við gos undir jökli á ísöld. Hann er þekktur vegna sérkennilegrar strýtumyndaðrar lögunar …
Þorbjörn / Fagradalsfjall
Þorbjörn er fjall norðan við Grindavík. Það býður upp á frábært útsýni yfir stærstan hluta Reykjanesskaga á góðum dögunum. Við norðaustur hluta fjalls…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )