Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldgos við Hagafell Reykjanesi 2024

Eldgos við Grindavík séð frá Reykjavík

Fimmta eldgosið á Reyjanesskaga á þessari öld var við Hagafell.

14. janúar 2024. Eldgos hófst 7:57 að morgni.

Suðsuðaustan við Hagafell hafði myndast 900-1.000 metra löng sprunga þar sem virðist mjög kröfugt eldgos. Mikið hraunflæði leitaði í átt að Grindavík, en varnarveggur sem hafði verið í byggingu síðustu vikur fyrir gos virtist beina kvikunni í átt að Grindavíkurvegi. En nokkrum klukkutímum síðar opnaðist önnur gossprunga rétt utan við bæjarmörkin, innan við varnarvegginn og hraun rann í átt að byggðinni í Grindavík. Minni sprungan var um 100 metrar að lengd og rann kvika úr henni inn í bæinn og töluvert tjón varð af hrauninu. Nokkur hús hurfu undir hraunið. Hér að neðan má sjá mynd af hraunrennsli fyrsta daginn.

ThykktHrauns_15012024

15. janúar 2024.  Á öðrum degi fór að draga verulega úr hraunflæði úr sprungunum tveimur og virtist sem hraunflæði úr sprungunni sem opnaðist við bæjarmörkin hafi stöðvast. Enn virtist kvika á hreyfingu og mikil fjöldi jarðskjálfta bendi til að ekki væri komið að goslokum.

16. janúar 2024. Virkni virtist vera horfin úr gossprungunum, en síðustu spýjur sáust um kl. 1 um nóttina. Miklar sprungur höfðu myndast síðustu mánuði við Grindavík og stækkuðu margar við eldsumbrotin. Mikil hætta var á svæðinu og bannað var að fara um það, án heimildar frá yfirvöldum.

Eldgos Grindavik

17. janúar 2024.  Áfram héldu miklar hreyfingar á kviku og virtist kvikusöfnun undir Svartengi valda landrisi.

Hér er hægt að lesa um eldgos á Reykjanesi á þessari öld.

Eldgos er hófst 19.mars 2021 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 3.ágúst 2022 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 10.júlí 2023 við Fagradalsfjall.
Eldgos er hófst 18.desember 2023 við Sundhnúk.
Eldgos er hófst 14.janúar 2024 við Hagafell.
Eldgos er hófst 8.ferúar 2024 við Sundhnúk.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )