Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bláa Lónið

Bláa lónið

Afrennslisvatn frá orkuverinu í Svartsengi myndaði hið upphaflega Bláa lón. Það varð og er enn þá, í nýrri aðstöðu, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.

Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar psoriasis sjúklinga og er þar nú sérstök, fjölsótt aðstaða fyrir þá og koma sjúklingarnir víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins. Góð þjónusta er við ferðamenn við Bláa lónið og er þar gott hótel og veitingahús ásamt upplýsingamiðstöð, heilsukrema- og minjagripasölu.

Ný þjónustumiðstöð, stærri og betri, var tekin í notkun í júní 1999 og ný meðferðarstöð fyrir fólk með húðsjúkdóma var opnuð í júní 2005.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 48 km.

 

Myndasafn

Í grend

Grindavík
Grindavík er einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem veita íbúum og fjölda aðkomumanna a ...
Keflavík
Sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Byggð í Keflavík og Nja ...
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )