Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bláa Lónið

Bláa lónið

Afrennslisvatn frá orkuverinu í Svartsengi myndaði hið upphaflega Bláa lón. Það varð og er enn þá, í nýrri aðstöðu, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.

Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar psoriasis sjúklinga og er þar nú sérstök, fjölsótt aðstaða fyrir þá og koma sjúklingarnir víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins. Góð þjónusta er við ferðamenn við Bláa lónið og er þar gott hótel og veitingahús ásamt upplýsingamiðstöð, heilsukrema- og minjagripasölu.

Dýpi lónsins er 90-140cm. Baðstaðurinn er 8.700 m2 og í lóninu eru um 9 milljón lítrar af jarðsjó. Með því að leiða hluta jarðsjávarins í lögn að Bláa Lóninu er hægt að stjórna hitastigi lónsins og halda því í 37-39°C. Sírennsli er í gegnum lónið og endurnýjast allt vatnið á 40 klukkustundum. Sýni eru tekin reglulega og eru þau ávallt undir viðmiðunarmörkum. Sýni eru tekin í samræmi við reglur Bláfánans og þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar vatnsgæði, öryggismál og verndun umhverfisins. Bláa Lónið var fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að fá Bláfánann afhentan. Bláa Lónið er einstakur jarðsjór sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Jarðsjórinn finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að heilsulindinni þar sem gestir njóta þess að slaka á í hlýjum jarðsjónum. Jarðsjórinn rennur einnig af sjálfsdáðum um hraunið sem umlykur svæðið og blandast því auðveldlega jarðsjónum sem leiddur er í lögn að heilsulindinni. Jarðsjórinn er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum.
Upplýsingar af vef https://www.bluelagoon.com/

Ný þjónustumiðstöð, stærri og betri, var tekin í notkun í júní 1999 og ný meðferðarstöð fyrir fólk með húðsjúkdóma var opnuð í júní 2005.

Tvö hótel eru rekin í tengslum viðð Blá lónið, en þau eru Silica Hotel og Retreat Hotel.

Retreat Spa er einstök spa upplifun, þar sem er áhersla lögð á að upplifa friðsæld og vellíðan. Eins og sagt er á vefsíðu þeirra er það tækifæri til að endurnæra líkama og sál.

Lava Restaurant er veitingahús þar sem tilvalið er að njóta útsýnis yfir Bláa lónið meðan bragðað er á ljúffengum réttum, byggðum á hefðum og hágæða hráefni úr nágrenninu. Sælkeraupplifun í einstöku umhverfi.

Moss Restaurant er einnig áhugavert veitingahús, sem Michelin-handbókin 2020 mælti með, þaðan sem njóta má magnaðs útsýnis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 48 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Grindavík Ferðast og Fræðast
Grindavík á Reykjanesi Grindavík var öflugasti útgerðarstaður landsins fyrir gosið á Reykjanesi . Þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem ve…
Keflavík Ferðast og Fræðast
Keflavík Sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Byggð í Keflavík og Njarð…
Reykjanes, ferðast og fræðast
Reykjanes er yzti hluti Suðurnesja. Þar eru mikil ummerki eldvirkni og vart sést þar stingandi strá. Mest ber á dyngjum, s.s. Háleyjarbungu og Skálafe…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )