Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun er undir Núpshlíðarhálsi, milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála. Vesturhluti þess er af öðrum   uppruna en austurhlutinn. Hraunið er rakið til gígaraðar austan í hálsinum, þar sem meginhraunið rann á milli Latsfjalls og Mælifells í Krýsuvík alla leið í sjó fram og langleiðina austur að Krýsuvíkurbergi. Líklega rann þetta hraun á 11. öld eða svipuðum tíma og Kapelluhraunið gegnt Ísal og a.m.k. einn bær og önnur mannvirki grófust undir því.

Bæjarrústirnar í Húshólma eru að hluta þaktar hrauni en þar sér líka fyrir túngörðum, sem enda undir hrauni. Efst í Húshólmanum er eldri hraunbreiða frá gígaröð suðaustan Mælifells. Óbrennishólmi er norðvestan Húshólma. Þar sjást leifar grjóthleðslu, sem er að mestu undir hrauni, auk tveggja hruninna fjárborga. Selatangar, sem voru mikil útgerðarstöð eins og rústir mannabústaða og fiskbyrgja gefa til kynna, eru í vestanverðu Ögmundarhrauni.

Hraunið var erfitt yfirferðar fyrrum en núna liggur um það vegur milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, sem sumir héldu að væri friðlýstur, því að honum var lítið sinnt, þótt fjölfarinn væri.

 

Myndasafn

Í grennd

Fagradalsfjall
Fagradalsfjall er vestast af lágu fjöllum Reykjanesskagans, 385 metra hátt fjall sem mótaðist á síðasta hluta ísaldar sem stóð í um 100.000 ár, líkleg…
Krýsuvík
Krýsuvík er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar en byggð lagðist af á hinu forna höfuðbóli á 20. öldinni. Þar var   talsverð gróðurhúsarækt og refabú í resti…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )