Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Krýsuvík

Kleifarvatn

Krýsuvík er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar en byggð lagðist af á hinu forna höfuðbóli á 20. öldinni. Þar var   talsverð gróðurhúsarækt og refabú í restina. Bærinn stóð fyrrum nokkuð vestar, upp af núverandi Hælisvík. Hann tók af, þegar Ögmundarhraun rann yfir mikið af gróðurlendi jarðarinnar. Þar var samt stórbýli fram á 19. öld og heil kirkjusókn vegna fjölda hjáleigna.

Kirkjan, sem stóð í Krýsuvík, var reist 1857. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveizlu Brennuvargar kveiktu í henni aðfararnótt hins 2. janúar 2010. Hún brann til kaldra kola. Prestur Hafnarfjarðarkirkju messaði reglulega í henni tvisvar á ári. Skátar voru þar tíðir gestir og margir báru hlýjan hug til hennar eins og gestabókin gaf til kynna. Að öllum líkindum mun kirkjan verða endurreist.

Seltún er vinsælt háhitasvæði við Krýsuvíkurbæinn. Árið 1949 var borað eftir gufu á jarðhitasvæðinu til virkjunar fyrir Hafnarfjörð, en ekkert varð úr framkvæmdum áður en holan sprakk árið 1999 sprakk 50 ára gömul borhola með þeim afleiðingum, að leir þeyttist langt upp í hlíðina. Eftir sprenginguna myndaðist tjörn sem er umlukin litskrúðugum jarðvegi í fögru umhverfi. Á landareigninni milli Sveifluháls og Lönguhlíðar eru margar aðrar forvitnilegar jarðmyndarnir, s.s. sprengigígurinn Grænavatn (46 m djúpur) og Eldborg undir Geitahlíð, sem er einn margra hraungíga á svæðinu.

Ketilstígur er leið yfir Sveifluháls ofan Krýsuvíkur. Þarna var hluti af alfaraleið frá Hafnarfirði og Reykjavík til Krýsuvíkur. Leiðin er brött að vestanverðu og í hálfhring um Ketilinn og að hluta á brún hans. Þessi spölur var hinn erfiðasti á leiðinni, hvort sem leið lá upp eða niður. Ketillinn er djúp skál gamals sprengigígs efst á hálsinum með grasflöt í botni.

Heimavistarskóli var byggður árið 1967 handa börnum, sem bjuggu við félagslega erfiðar aðstæður. Framkvæmdir stöðvuðust eftir að fyrsta áfanga var lokið og ekkert var aðhafzt frekar í langan tíma. Um tíma var húsnæðið notað í leyfisleysi sem svínabú. Nú er þar endurhæfingarstöð fyrir fórnarlömb eiturlyfja.

Krýsuvíkurberg er sunnan Krýsuvíkur. Svartfugl og rita verpa þar aðallega. Vegslóði liggur niður á bjargbrún og margir sækja þangað til að skoða fuglalífið. Vitinn var reistur árið 1965.

Krýsuvík (oft einnig ritað Krísuvík) er jarðhitasvæði sunnan við Kleifarvatn

Myndasafn

Í grennd

Kleifarvatn
Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af d…
Krýsuvíkurkirkja
Krýsuvíkurkirkja er í Hafnarfjarðar-prestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan, sem stóð þarna, var  reist 1857. Hún var endurbyggð og endurvígð 196…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )