Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kleifarvatn

Kleifarvatn

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. (7. dýpsta vatn landsins) Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði er tíðum ágæt. Besti veiðistaðurinn er syðst í vatninu þar sem heitt jarðvatn frá hverasvæðum sytrar út í vatnið.

Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur þessar skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Þar er líka lítið veiðihús. Eldbrunnið og hrjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt. Í jarskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og vatnsborðið lækkaðI verulega en byrjaði að hækka aftur árið 2004. Árið 2007 er talið að fyrra vatnsborð hafi náðst vegna mikillar úrkomu frá ágústmánuði til áramóta, en eðlileg hæð þess yfir sjávarmáli var 139-140 metrar. Talið er, að sprungan hafi fyllzt eða stíflazt af seti.

Veiðikortið:

Veiðitímabilið er frá 1. maí til 30. september.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar
Agn: Fluga, maðkur og spónn.
Kleifarvatn er í landi Hafnarfjarðar.

Vegalengdin frá Reykjavík er 34 km.

Myndasafn

Í grend

Hafnarfjörður
Hafnarfjörður, sem gengur undir nafninu „Bærinn í hrauninu”, fékk ekki kaupstaðarréttindi fyrr en árið   1908 þó svo að staðurinn hafi verið einn miki…
Veiði Reykjanes
Stangveiði á Reykjanesi. Hér er listi yfir flestar silungsár og silungsvötn. Silungsveiði Reykjanesi …
Veiðikortið
Veiðikortið 2023 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða um allt land. Kortið kostar aðeins 8.900 krónur og fylgir glæsileg handbók hverju…
Veiðikortið
Kaupa veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )