Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt til Blöndóss og endurreist þar árið 1878. Það var endurbyggt í upphaflegri mynd sem vöruhús skömmu fyrir aldamótin 2000. Það hýsti um tíma Hafíssetrið, sem var stofnað árið 2006, en hefur verið lagt niður. Grózkumikil þjónusta við nágrannasveitir og ferðamenn er á Blönduósi. Verzlun, léttur iðnaður og sláturiðnaður eru uppistaðan í atvinnulífinu, en útgerð og fiskvinnsla eykst smám saman þótt höfnin sé lítil. Brú er yfir Blöndu og rétt ofan við hana er Hrútey , sem var friðlýst sem fólkvangur árið 1975.
Hér ættu flestir ferðamenn að finna eitthvað við sitt hæfi og er ferðaþjónusta eykst að mikilvægi. Gott og snyrtilegt tjaldsvæði blasir við á bökkum Blöndu norðan Hrúteyjar, þegar ekið er inn í bæinn. Laxveiði er við bæjardyrnar, í Blöndu. Stutt er í aðrar laxveiðiár og góð silungsveiði er í nærliggjandi ám og vötnum.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 240 km.
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). A austurlandi Norfjörður og Fáskusjörð Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Það er ekki annað flugfélag hér sem hefur flogið til fleiri áfangastaða á Íslandi en Vængir eða 11 staða !!!
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. og eigandi nat.is
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar