Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingvellir, Ferðast og Fræðast

Þingvellir

Þjóðgarðurinn Þingvellir

Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðgarðurinn var stofnaður 1930.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var upprunalega innan Almannagjá í vestri og Hlíðargjá og Hrafnagjá í austri,en í suðri var miðað við línu frá hæstu brún Arnarfells beina stefnu á Kárastaði og í norðri frá Ármannsfelli þvert austur yfir hraunið að Hlíðargjá.

Árið 2004 stækkaði þjóðgarðurinn og er nú 228 ferkílómetrar.

Þingvallavatn er stærst stöðuvatna á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjávarmáli. Vatnið er hið fjórða dýpsta á landinu. Árið 1990 hófst framleiðsla á heitu vatni til húshitunar á háhitasvæðinu að Nesjavöllum og haustið 1998 hófst þar raforkuframleiðsla fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. Sogið, 19 km langt, mesta lindá landsins og góð laxá, er afrennsli vatnsins. Á yfirborði rennur aðeins rösk 10% aðrennslisins til vatnsins, þ.e. Öxará, Villingavatnsá og Ölfusvatnsá auk örsmárra lækja, mestur hlutinn er lindarvatn.

Umhverfið er mjög ólíkt landslagi annars staðar á Suðurlandi, kjarri vaxin hraunin með djúpum misgengisgjám og tignaleg móbergsfjöll, sem setja sérstakan svip á umhverfið. Þingvellir bættust á Heimslista UNESCO sumarið 2004.
Vegalengdin frá Reykjavík til Þingvalla er 49 km og 20 km um Nesjavallaveg til Nesjavalla.

Umfangsmikið eldgos hafði áhrif á þá ákvörðun að taka upp kristna trú hér á landi.
Þá á Snorri Þorgrímsson goði að hafa mælt
„Um hvað reiddust goðin, þá er hér rann hraunið, er nú stöndum vér á?“

Vissir þú, Það er líka Þingvellir á Vesturlandi

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!

Myndasafn

Í grennd

Bláskógar
Landið umhverfis Þingvallavatn var nefnt Bláskógar að fornu. Landnáma telur Skálabrekku vera í  Bláskógum. Þar er einnig getið Grímkels goða í Bláskóg…
Gönguleiðir á Þingvöllum
Aðalaðkomuleiðir til Þingvalla voru Kárastaðastígur um Langastíg niður í Almannagjá, Gjábakkavegur niður á Klukkustíg að austan, Botnsheiðarvegur og G…
Konungshúsið
Konungshúsið var byggt á mótum Efri- og Neðrivalla undir Hallinum í tilefni komu Friðriks VII árið  1907. Mikliskáli, sem var ætlaður dönsku þingmönnu…
Laugarvatn, Ferðast og Fræðast
Að Laugarvatni er skólasetur og hefur myndast byggðakjarni í kringum það og þjónustu við ferðamenn. Þar eru tvö hótel og vel skipulagt tjaldsvæði með …
Ljósavatn í Ljósavatnsskarði
Ljósavatn er stöðuvatn, bær og kirkjustaður í Ljósavatnsskarði nærri mynni Bárðardals. Fram að  aldamótunum 1900 var þar þing- og samkomustaður héraðs…
Nesjavallavirkjun
Áætlanir og rannsóknir tengdar virkjun hins 50 km² háhitasvæðisins að Nesjavöllum hófust 1947.  Háhitasvæði landsins eru u.þ.b. 27 talsins og öll teng…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er l…
Tjaldstæðið Þingvellir
Leyfilegt er að tjalda á tveimur svæðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Á Leirum í kringum þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og í Vatnskoti við Þingvalla…
Þingvallakirkja
Þingvallakirkja er í Þingvallaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Talið er að kirkja hafi verið byggð á Þingvöllum skömmu eftir kristnitökuna árið 1000 …
Þingvellir eydibýli í Þingvallasveit
Arnarfell var hjáleiga frá Þingvöllum, sem hafði afnot af fellinu og spildu norðan þess við vatnið og var  góð veiðijörð. Enn þá sést móa fyrir grjótg…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…
Þjóðgarðar Íslands
Þingvellir (1928) er sögufrægasti staður landsins og er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá  hæst og hinn forna þingstað við Öxará. Þingvall…
Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson
Kristnitakan á Íslandi er tímabil í sögu Íslands, þegar lögfest var að allir landsmenn skyldu aðhyllast kristni í stað heiðni. Miðað við tímatal þess …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )