Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vigur

Vigur Vestfjörðum

Vigur er næststærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á  lengd og tæpir 400 m á breidd. Í Vigur er eitt býli og lifir bóndinn jafnt á sjófangi, fugla- og eggjatekju. Sauðfé var aðeins haft í eyjunni á vetrum. Það var flutt á bátum til meginlandsins á vorin og út í eyjuna aftur á haustin. Ræktun nautgripa var hætt árið 2008. Hlunnindi hafa verið um aldir af fugli í Vigur. Æðarvarp er þar meira en víðast hvar á landinu og kríuvarp mikið. Sérlega mikið er af lunda og hefur hann verið veiddur þar öldum saman. Einnig er teistan áberandi.

Magnús Jónsson digri (1637-1702) bóndi og fræðimaður bjó í Vigur. Hann vann eða lét vinna að upprkriftum hvers konar handrita og er margt af því varðveitt í innlendum og erlendum söfnum. Í Vigur bjó Jón Hohnsonius (1749-1826), sýslumaður síðustu æviár sín. Jón var gáfumaður og stóð til að hann yrði rektorVindmyllan í Vigur Skálholtsskóla og síðar Reykjavíkurskóla. Hann vann að ýmsum merkum fornritaútgáfum, meðal annars Sæmundar Eddu (1787-1828) og þýddi Njálssögu á latínu (1809). Eftir Jón er Vasakver fyrir bændur og Einfeldningar (1782). Meðal annarra ábúenda í Vigur má nefna séra Sigurð Stefánsson (1854-1924), prest í Ögurþingum í full 43 ár og lengi alþingismann. Hann byggði íbúðarhúsið 1885, en það hefur verið endurnýjað síðan.

Hann var kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1889 en afsalaði sér embættinu og kaus heldur að búa í Vigur. Eftir hann bjó þar Bjarni (1889-1974), sonur hans. Hans sonur, Sigurður Bjarnason (1915-) fv. alþingismaður, sendiherra og ritstjóri fæddist í Vigur.

Í Vigur er vindmyllu (1854) haldið við ásamt myllusteinum og öðru tilheyrandi, þótt fyrir löngu sé hætt að nota hana. Hún er eina vindmyllan, sem stendur enn þá hérlendis. Talað er um, að Þjóðminjasafnið muni gera hana gangfæra á ný og koma henni í fyrra horf.

Áttæringurinn Vigur-Breiður var notaður til fjárflutninga og aðdrátta. Hann gegndi því hlutverki í nær 200 ár. Báturinn var smíðaður í Furufirði á Ströndum. Hann fór í margar svaðilfarir og oft var gert við hann. Árið 2009, gekk hann í endurnýjun lífdaga og lítur vel út. Hann er líklega eini áttæringurinn á landinu, sem er í notkun.

Pósthúsið í Vigur er vafalaust hið minnsta á landinu. Þar eru allar sendingar handstimplaðar og sendar í land til áframsendingar. Stimpillinn frá Vigur er öllum frímerkjasöfnurum kær.

Inn af pósthúsinu er lítið herbergi, þar sem dúnninn er hreinsaður og þar má sjá sýnishorn hans og tækjanna, sem eru notuð við hreinsunina.

Eyjarskeggjar eru ekki háðir meginlandinu með drykkjarvatn, því á Vigur er góður brunnur, sem hefur ekki svikið (lítill kofi með rauðu þaki á austanverðri eyjunni).

Myndasafn

Í grennd

Æðey
Æðey er stærst fjögurra eyja á Ísafjarðardjúpi skammt undan Snæfjallaströnd í stefnu frá Ögri á   Mýrarfjall. Æðey er 2,2 km löng og um 0,8 km breið. …
Golfklúbbur Ísafjarðar
Tungudalsvöllur Sími: 456- 9 holur, par 35. Golfklúbbur Ísafjarðar var stofnaður vorið 1943 og 3 holu velli var fundinn staður á Skipeyri, þar ti…
Hnífsdalur
Hnífsdalur er þorp yzt við Skutulsfjörð að vestan, skammt utan við kaupstaðinn á Ísafirði og hluti  lögsagnarumdæmis hans frá 1971. Íbúar í Hnífsdal v…
Ísafjarðardjúp
Þessi stóri og marggreindi fjörður er nefndur Djúpið í daglegu tali. Hann er um 20 km breiður milli  Stigahlíðar og Grænuhlíðar, en er innar dregur, m…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Kaldalón
Kaldalón er u.þ.b. 5 km langur fjörður inn úr norðanverðu Ísafjarðardjúpi í átt að Drangajökli. Inn af honum er nokkuð undirlendi með jökulöldum og ru…
Langadalsá
Langadalsá tínist til úr ýmsum lækjum og giljum á leið sinni til sjávar í Djúpinu. Veidd með tveimur     stöngum og er geysilega vinsæl, enda löng, fj…
Laugabólsvatn
Þessi vötn eru í Ögurhreppi í N.-Ísafjarðarsýslu. Laugabólsvatn er í 41 m hæð yfir sjó, 0,52 km².    Efstadalsvatn er í 123 m hæð yfir sjó og 0,46 km…
Ögur
Bær og kirkjustaður í Ögurvík, milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar við Ísafjarðardjúp. Ögur er stórbýli. þar  var höfðingjasetur að fornu en mestur var…
Selvatn Fremra og Neðra
Þessi vötn eru í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Neðra-Selvatn er í 136 m hæð yfir sjó og   0,43 km². Fremra-Selvatn er í 133 m hæð yfi…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Súðavík
Súðavíkurhreppur er nokkurs konar smækkuð mynd Vestfjarða, þar sem hver fjörður og nes hefur sitt séryfirbragð og náttúrunnendur geta valið úr fjölmör…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )