Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Selvatn Fremra og Neðra

Veiðivotn

Þessi vötn eru í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Neðra-Selvatn er í 136 m hæð yfir sjó og   0,43 km². Fremra-Selvatn er í 133 m hæð yfir sjó og 0,62 km². Úr Neðra-Selvatni rennur Þúfnaá norður til Vatnsfjarðar. Úr Fremra-Selvatni rennur Karlmannaá til Mjóafjarðar. Allmikill silungur er í vötnunum, mest urriði. Miklu minna er af bleikju. Meðalstærðin er 2 pund en veiðst hafa mun stærri fiskar. Enginn akvegur er að vötnunum og verður því að ganga nokkurn spöl. Fremur lítið er um stangaveiði í þeim. Milli vatnanna er eyðibýlið Vatnsfjarðarsel í grösugu og fallegu umhverfi.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 370 km og 125 km frá Ísafirði.

 

Myndasafn

Í grennd

Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )