Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Selvatn Fremra og Neðra

Veiðivotn

Þessi vötn eru í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Neðra-Selvatn er í 136 m hæð yfir sjó og 0,43 km². Fremra-Selvatn er í 133 m hæð yfir sjó og 0,62 km². Úr Neðra-Selvatni rennur Þúfnaá norður til Vatnsfjarðar. Úr Fremra-Selvatni rennur Karlmannaá til Mjóafjarðar. Allmikill silungur er í vötnunum, mest urriði. Miklu minna er af bleikju. Meðalstærðin er 2 pund en veiðst hafa mun stærri fiskar. Enginn akvegur er að vötnunum og verður því að ganga nokkurn spöl. Fremur lítið er um stangaveiði í þeim. Milli vatnanna er eyðibýlið Vatnsfjarðarsel í grösugu og fallegu umhverfi.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 370 km og 125 km frá Ísafirði.

 

 

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )