Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugabólsvatn

Þessi vötn eru í Ögurhreppi í N.-Ísafjarðarsýslu. Laugabólsvatn er í 41 m hæð yfir sjó, 0,52 km².    Efstadalsvatn er í 123 m hæð yfir sjó og 0,46 km². Laugardalsá (Lax-á) rennur í gegnum bæði vötnin. Urriði og bleikja er í báðum vötnum, en urriðinn hefur farið smækkandi í Laugabólsvatni

Í Efstadalsvatni (Veiði bönnuð) er fiskur stærri.

Veiðihús er við ána fyrir laxveiðimenn. Húsið heitir Tvísteinar og er akfært að því eftir vegi nr. 632. Sami vegur er að Laugabólsvatni, en gönguleið að Efstadalsvatni.

Þormóður Kolbrúnarskáld átti heima á Laugabóli.
Gekk hann yfir fjöllin til Ögurs, þegar hann fór til fundar við Þórdísi Grímudóttur, svo sem segir í Fóstbræðrasögu.

Vegalengdin frá Reykjavík til Laugabóls er 390 km og 120 km frá Ísafirði.

 

Myndasafn

Í grennd

Laugardalsá
Fremur vatnslítil á, sem kemur upp í Laugarbólsvatni og fellur út í Ísafjarðardjúp. Hún er og stutt en þó   veidd með 2-3 dagstöngum. Laugardalsá er a…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )