Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugardalsá

Veiði á Íslandi

Fremur vatnslítil á, sem kemur upp í Laugarbólsvatni og fellur út í Ísafjarðardjúp. Hún er og stutt en þó   veidd með 2-3 dagstöngum. Laugardalsá er afgerandi besta laxveiðiá Vestfjarða, sem segir þó lítið, því fáar laxveiðiár eru á svæðinu. Áin gefur þó yfirleitt milli 200 og 300 laxa á sumri og á góðum árum hér áður fyrr varð sumaraflinn oft mun meiri. Gott veiðihús er við ána og þar hugsa menn um sig sjálfir. Talað er um „efri ána”, sprænu, sem fellur frá Efstadalsvatni til Laugarbólsvatns og þar veiðist stöku sinnum lax. Vænn urriði er þó tíðari afli á þeim slóðum.

Vegalengdin frá Reykjavík til Laugabóls er um 390 km og 120 km frá Ísafirði.

Myndasafn

Í grennd

Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )