Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þorskafjarðarheiði

Þjóðvegurinn yfir heiðina var að mestu ruddur um grýttar brekkur og gróðursnauðar melöldur upp  úr botni Þorskafjarðar niður í Langadal við Djúp á árunum 1940-46. Heiðin er allt að 490 m há og talsvert ekin á sumrin en lokast strax og fer að snjóa. Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði var lagður vegna þessara erfiðu vetrarsamgangna og var opnaður árið 1984. Skammt frá vegamótum þessara tveggja fjallvega er sæluhús frá 1956. Tótt eldra sæluhúss sést nokkuð lengra til norðurs.

Þorskafjörður er u.þ.b. 16 km langur. Hann er mjór og í honum er mikið útfiri. Ferðafólk reið gjarnan vaðlana milli Skóga og Múla á fjöru. Músará og Þorskafjarðará falla út í fjarðarbotninn og báðar eru góðar silungsár. Gömul reiðleið liggur frá Múla norður Þorskafjarðarheiði.

Hjallaháls er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Vestfjarðavegur liggur yfir hann. Víða á hálsinum finnast margs konar náttúrusteinar (jaspís, bergkristallar, geislasteinar o.þ.h.). Margir álíta Hjallaháls bezta útsýnisstað yfir Breiðafjörð, Gilsfjörð og nánasta umhverfi.

Myndasafn

Í grennd

Barðaströnd
Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum Vestfjörðum að Breiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Bjarkalundar. Flóki Vilgerðarson nam þar land…
Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Brjánslækur
Fornt höfuðból, kirkjustaður og löngum prestsetur við mynni Vatnsfjarðar á Barðaströnd. Þar var kirkja   helguð heilögum Gregoríusi í katólskum sið. B…
Gilsfjörður
Gilsfjörður gengur til austurs inn úr Breiðafirði og nær allt til Akureyja milli Tjaldaness og   Króksfjarðarness.  Mynni fjarðarins er talið vera mil…
Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Reykhólar
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og e…
Skógar Þorskafjarðarheiði
Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar og ólst upp til …
Vaðalfjöll
Vaðalfjöll eru í hánorður frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit.  Þar ber mest á tveimur u.þ.b. 100 m háum   stuðlabergsstöndum, sem tróna stakir yfir heið…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )