Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brjánslækur

Fornt höfuðból, kirkjustaður og löngum prestsetur við mynni Vatnsfjarðar á Barðaströnd. Þar var kirkja   helguð heilögum Gregoríusi í katólskum sið. Bryggja er á Brjánslæk og þar er viðkomustaður Flóabátsins. Innanvert við Brjánslæk, niðri við sjó, eru Flókatóttir.

Sér þar fyrir rústum og herma munnmæli, að þar hafi Hrafna-Flóki Vilgerðarson búið. Flókatóttir eru friðlýstar. Í Surtarbrandsgili, ofan Brjánslækjar, eru í millilagi í blágrýtislögum varðveittir einhverjir allra fegurstu plöntusteingervingar, sem þekkjast. Þetta eru einkum blaðför af ýmsum kulvísum trjátegundum, svo sem hlyn, álmi, plantanvið, greni, furu og fleiri tegundum, sem benda til þess, að loftslag hér á landi hafi á vaxtartíma þeirra verið svipað og nú er í Suður-Evrópu.

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson veittu þessu athygli fyrstir vísindamanna og lýstu staðnum. Brjánslækur var eitt af höfuðbólum Guðmundar Arasonar hins ríka (›Reykhólar). Mikill styr varð um jörðina eins og fleiri eigur Guðmundar og þar var tengdasonur hans veginn 1481. Briemsættin er upprunnin frá Brjánslæk.

Myndasafn

Í grend

Látrabjarg
Látrabjarg er 14 km langt og þverhnípt bjarg frá austri til vesturs við norðanverðan Breiðafjörð. Þar er vestasti tangi landsins, Bjargtang ...
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Bot ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )