Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og er Reykhólahreppur syðsta sveitarfélag Vestfjarða. Landamörk hreppsins að norðan eru vatnaskil á hálendinu um suðurjaðar Glámu og norðurenda Reiphólsfjalla, norður um miðja Þoskafjarðaheiði.
Þörungavinnslan er helzti atvinnuveitandi staðarins. Margir áhugaverðir staðir eru við Reykhóla má þar nefna Grettislaug og stutt er í Bjarkarlund.
Barðstrendingafélagið í Reykjavík lét reisa gisti- og veitingahús í Bjarkarlundi á árunum 1945-47. Skammt þaðan, norðuraf, eru Vaðalfjöll (1½ klst. ganga). Berufjarðarvatn er sunnan Bjarkarlundar. Alifiskalækur rennur í það. Þorskfirðingasaga segir, að fiskar hafi verið fluttir í lækinn. Það mun vera elzta sögn um fiskirækt á Íslandi Kinnastaðaá rennur úr vatninu í Þorskafjörð.
Ýmis þjónusta stendur ferðamönnum til boða og er þar m veiði í vötnum og ám.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 200 km.
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja.
Vængir og eigandi nat.is:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).