Nýidalur er sunnan í Tungnafellsjökli með mynni mót vestri. Hann liggur í boga til suðurs og síðan til norðurs. Nýjadalsá er upphaf Fjórðungskvíslar. Hún rennur norðan skála Ferðafélags Íslands (1967) og getur orðið varasöm í leysingum og rigningatíð. Fimm kílómetrum norðan skálanna er Tómasarhagi og Hagakvísl, sem getur líka orðið skeinuhætt við sömu veðurskilyrði. Norðan Hagakvíslar eru vegamót Gæsavatnaleiðar.
Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Nýidalur/Jökuldalur eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.
Tómasarhagi og Hagakvísl eru 5 km norðan Nýjadals/Jökuldals og sunnan Fjórðungsöldu og Fjórðungsvatns, rétt hjá afleggjaranum inn á Gæsavatnaleið. Haginn er rýr gróðurflesja norðvestan Tungnafellsjökuls, sunnan Hagakvíslar, sem rennur til Fjórðungskvíslar og í Þjórsá. Þennan blett fann séra Tómas Sæmundsson 1835, þegar hann villtist af leið suður Sprengisand. Jónas Hallgrímsson orti af þessu tilefni:
Tindrar úr Tungnafellsjökli
Tómasarhagi þar,
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.
Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.
1. júlí – 31. ágúst
Adult / Sleepinbag : Ikr. 12.000.00
Children 7-15 years : (50.0%)
Camping Nyidalur
Price Per person.
Ikr. 2800.-
Ferðafélag Íslands
Mörkin 6, 108 Reykjavík.
Tel: +354-860-3334
E-mail: fi@fi.is