Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvítárnes

Hvítárnes er allstórt gróðurlendi við norðaustanvert Hvítárvatn. Það hefur hlaðizt upp við framburð , Fróðár og Tjarnár. Þar stendur elzti skáli Ferðafélagsins, byggður 1930, og á góðum degi er þar mjög fagurt.

Fornar bæjartóttir, e.t.v. Tjarnarkot, gefa til kynna búsetu fyrrum. Líkum er leitt að því, að byggðin hafi farið í eyði í Heklugosi 1104. Sumir gestir skálans telja sig verða vara við draugagang í einu herbergja hans, og þá einkum, ef sofið er í einu sérstöku rúmi. Þetta fólk hefur séð gráklæddri stúlku bregða fyrir, en hún er sögð hafa orðið úti á milli bæjarhúsanna fyrrum. Fuglalíf er fjölskrúðugt í Hvítárnesi.

Mjög skemmtileg gönguleið er milli Hvítárness og Hveravalla

Fúlakvísl á tvenn meginupptök undan Langjökli austanverðum. Hin syðri eru í Jökulkrók norðan Fögruhlíðar en hin nyrðri um grunnan dal milli Þjófadalafjalla og jökuls. Sumir kalla þetta svæði Hundadali. Nyrðri kvíslin fellur í háum fossi niður í hina syðri vestan Rauðkolls. Austan Fögruhlíðar bætist ein kvísl við. Mikið vatn bætist við undan Hrútfelli. Fúlakvísl fellur í kvíslum á eyrum við Þjófadali og þaðan í þröngu gljúfri meðfram vestanverðu Kjalhrauni. Við Þverbrekknamúla er það svo þröngt, að tiltölulega auðvelt er að stökkva yfir það. Þar heitir Hlaup. Við Hrefnubúðir kvíslast hún aftur á eyrum um Hvítárnes til Hvítárvatns.

Bóka skála Hvítárnes

Myndasafn

Í grennd

Ferðafélag Íslands, Sjáumst á fjöllum
Ferðafélag Íslands ( FÍ ) Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag um átta þúsund félagsmanna og hefur frá stofnun, árið 1927, unnið að margvíslegri þjó…
Hvítárnesskáli
Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð. Skálinn er á tveimur hæðum og þar geta 30 ma…
Hvítárvatn, Kjalvegur
Hvítárvatn er í Biskupstungahreppi í Árnessýslu. Það er 29,6 km², dýpst 84 m 8. dýpsta vatn landsins   (meðaldýpi 28 m) og í 421 m hæð yfir sjó. Til þ…
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Þjófadalir
Þjófadalir eru dalir og kvosir milli Langjökuls, Þjófadalafjalla og Hrútfells. Þaðan fellur Fúlakvísl til  suðurs. Dalurinn, sem er kallaður Þjófadalu…
Þverbrekknamúlaskáli, skáli FÍ
Skálinn í Þverbrekknamúla Sæluhúsið í Þverbrekknamúla er hlýlegur skáli þar sem 20 manns geta sofið í 10 tvíbreiðum kojum. Gengið er inn í anddyri…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )