Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hveravellir

HHveravellir laug

Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir Kjalhrauni. Þar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, sem baða sig gjarnan í uppbyggðri laug, skoða hverasvæðið og rústir kofa Fjalla-Eyvindar rétt hjá.

Kjalvegur hinn forni lá um svæðið og líklega er lægðin Hvinverjadalur hinn forni, sem nefndur er í Landnámu og Sturlungu. Norðan lægðarinnar er Breiðimelur með veðurathugunarstöð, sem var reist 1965. Hvítárnes 53 km <Hveravellir> Blönduvirkjun 37 km, Varmahlíð 108 km, Blönduós 106 km. Tréstígur liggur um svæðið og ætlast er til að fólk haldi sig á honum vegna hinna fögru og stöllóttu kísilúrfellinga, sem þola ekki ágang. Þar finnst víða fjöldi skelja kísilþörunga, sem lifa í volgu hveravatninu. Hveravellir voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1960. Jarðhitinn er ekki einungis bundinn aðalhverasvæðinu, heldur má sjá gufu stíga upp úr sprungum í norðanverðu Kjalhrauni. Gamla Ferðafélagshúsið er frá 1938 en hið nýja frá 1980. Svínavatnshreppur keypti aðstöðu Ferðafélagsins árið 2002. Allrahanda (Iceland Excursions) keypti aðstöðu Svínavatnshrepps árið 2013 en seldi aftur 2020. Síðan árið 2010 er hluti nýja skálans rekinn sem veitingahús, sem býður mat og drykk.

Mjög skemmtileg gönguleið er milli Hveravalla og Hvítárness.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Áfangi Fjallaskáli, Kjölur
Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps. Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum. Vei…
Blönduvirkjun
Blöndustöð er neðanjarðarstöð, rúmlega 230 metra undir yfirborði jarðar og var tekin í notkun árið 1991.  Hún stendur á brún norðanverðs hálendisins v…
Ferðafélag Íslands Ferðast og Fræðast
Ferðafélag Íslands grasrótin í ferðaþjónustu á Íslandi !!! Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag um níu þúsund félagsmanna og hefur frá stofnun, ár…
Heilagi Kaleikinn á Kjalvegi ?
Árið 2004 hóf hópur ítalskra vísindamanna uppgröft á Íslandi til að leita að heilaga gral sem virðist hafa verið fyllt með helgum bókum og nunum frá m…
Hveravallaskálar
Nýja Skálanum sem nýlega hefur gengið í endurnýjaða lífdaga er boðið upp á gistingu í herbergjum með uppábúnum rúmum og morgunverð inniföldum. Baðherb…
Kerlingarfjöll
Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Þau ná yfir u.þ.b. 150 km² svæði suðvestan Hofsjökuls. Fjalllendið dregur nafn…
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )