Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Áfangi Fjallaskáli, Kjölur

afangi mountain hut

Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.
Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum.
Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi.

Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum. Svefnpláss á dýnum í setustofu. Hægt að fá uppábúin rúm.

Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa. Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.
Veitingasala og verslun er í Áfanga. Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram. Bjór, gos og sælgæti er til sölu.

Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða.

GPS: N65°08,701 W19°44,148
Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.

Myndasafn

Í grennd

Blönduvirkjun
Blöndustöð er neðanjarðarstöð, rúmlega 230 metra undir yfirborði jarðar og var tekin í notkun árið 1991.  Hún stendur á brún norðanverðs hálendisins v…
Gönguleið Hvítárnes – Hveravellir
Gönguleiðin milli Hvítárnes og Hveravalla Gönguvegalengd 42-44 km. Í Hvítárnesi er elsti skáli FÍ frá 1930. Hann hýsir 30 manns. Fyrsta dagleiðin …
Hveravellir
Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir Kjalhrauni. Þar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, sem baða sig gjarnan í…
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )