Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrauneyjar – Sigalda – Versalir

Hrauneyjar

Hrauneyjar eru svæði sunnan Tungnár, þar sem Hrauneyjarfell er og Hrauneyjarfoss var áður en áin var  neðan við Fossöldu norðan ár. Áin var stífluð austan fossins og þar hefur myndast uppistöðulón. Svæðið norðan ár heitir Þóristungur og skammt neðan virkjunarinnar (lokið 1981; 210 MW), u.þ.b. 2 km fyrir innan Hald, er bílkláfur, sem vegagerðin lét gera árið 1964. Norðan ár er hægt að aka yfir Búðarháls um gömlu Sprengisandsleiðina upp með Þjórsá eða um eystri leiðina, svokallaða Ölduleið. Sé Ölduleiðin valin, er ekið í gegnum Þóristungur, afrétt Holtamanna. Þar er stærsta samfellda gróðurlendið á Tungnáröræfum. Hálendismiðstöðin og veitingastaðurinn Hrauneyjar (Hótel) er skammt sunnan brúarinnar yfir afrennslisskurð Hrauneyjavirkjunar og skammt frá er Krókslón. miðlunarlón Sigölduvirjunar.
Þegar norðar kemur, hjá frárennsli Kvíslaveitu suðvestan Þveröldu, eru Versalir. (Sigalda nánar).

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Hrauneyjasvæðið eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.

Hæsti staður Sigöldu stendur í 550 m hæð yfir sjó. Hún er austan Hrauneyjafoss beggja vegna Tungnaár, sem hefur brotizt í gegnum hana. Síðla á ísöld urðu þrjú sprungugos undir jökli, sem mynduðu ölduna en eftir að ísa leysti runnu Tungnaárhraun, sem stífluðu skörð í öldunum og Króksvatn myndaðist austan Sigöldu. Jarðfræðingar álíta, að staða þessa stöðuvatns hafi verið 484 m yfir sjó en síðari tíma hraun hafi hækkað stöðuna í 500 m. Þá fann vatnið sér leið yfir Sigöldu og gljúfrið í öldunni myndaðist á tiltölulega stuttum tíma og Króksvatn tæmdist. Samtímis myndaðist sléttan milli Sigöldu og Hrauneyjafoss vegna jarðefnisins, sem áin flutti með sér úr öldunni. Aðalleiðin til Landmannalauga liggur yfir Sigöldu, meðfram Tungnaá, framhjá Hnausapolli og Frostastaðavatni um Frostastaðaháls og meðfram Jökulkvísl.

Sigalda meira!!
Árið 1973 hófst bygging Sigölduvirkjunar og lauk árið 1978. Jarðvegsstífla, 925 m löng og 40 m há, var byggð ofan Sigöldu og talsvert átak lá í að þekja hana með asfalti til að draga úr leka. Handan stíflunnar myndaðist uppistöðulón (175 milljónir m³; 498 m.y.s.), sem er kallað Krókslón. Aðrennslisskurðurinn frá lóninu er 1060 m langur. Við enda þess taka við stálfóðraðar fallpípur að stöðvarhúsinu, jafnmargar rafölum stöðvarinnar. Fallhæðin er 74 m og vélarnar þrjár framleiða alls 150 MW og hægt er að bæta einni við, þegar þörf er á. Skammt neðan brúarinnar, sem var byggð 1968, rennur vatnið frá virkjuninni út í Tungnaá. Þar í skurðinum er hægt að virða fyrir sér lag af bólstrabergi. Vegurinn frá brúnni liggur yfir Köldukvísl á brú, að Þórisvatni og inn á núverandi Ölduleið yfir Sprengisand, sem mest er farin núorðið. Eftir bygginur Hrauneyjafossvirkjunar opnaðist styttri og betri leið hjá virkjuninni yfir Tungnaá, um Þóristungur og inn á veginn frá Sigöldu.

Búðarhálsstöð var gangsett 7. mars 2014. Uppsett afl hennar er 95 MW og í fullum afköstum vinnur hún um 585 GWst af rafmagni á ári. Stöðin stendur við Sultartangalón, vestan við svonefndan Búðarháls sem hún dregur nafn sitt af.

Með stöðinni er virkjað áður ónýtt 40 metra fall vatns frá Hrauneyjafossstöð að Sultartangalóni. Með henni er nánast allt fall vatnsins sem rennur úr Hofsjökli og Vatnajökli um Þjórsá, Tungnaá og Köldukvísl virkjað frá Þórisvatni niður fyrir Búrfell. Fallið er 450 metrar.

Lón stöðvarinnar heitir Sporðöldulón og er myndað með tveimur stíflum. Önnur þverar farveg Köldukvíslar og hin frávatn Hrauneyjafossstöðvar. Frá Sporðöldulóni liggja fjögurra kílómetra löng jarðgöng sem leiða vatnið gegnum Búðarháls að inntaki stöðvarinnar.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

 

Myndasafn

Í grennd

Búðarhálsstöð
Búðarhálsstöð var gangsett 7. mars 2014. Uppsett afl hennar er 95 MW og í fullum afköstum vinnur hún um 585 GWst af rafmagni á ári. Stöðin stendur við…
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sporðöldulón
Sporðöldulón er nýtt uppistöðulón Búðarhálsvirkjunnar. Það verður til af rensli Túnár og Köldukvíslar. hefur alla möguleika að verða gjöfult veiðivat…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )