Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grímstaðir á Fjöllum

Grímstaðir eru ásamt Möðrudal hæstu byggðu ból landsins. Þeir voru löngum í þjóðleið og þar var   lögferja áður en Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947. Fyrrum stóð bærinn 7 km norðar en hann var fluttur vegna sandfoks. Um aldamótin 2000 var opnaður nýr kafli hringvegarins, sem gerði það að verkum, að ekki er lengur ekið um hlaðið á Grímsstöðum, en vegamótin að Hólsfjallavegi til Dettifoss eru enn þá í næsta nágrenni hans. Bærinn er u.þ.b. 45 km austan Mývatns. Þar var bænhús í katólskri tíð og lengi hefur verið rekin veðurathugunarstöð þar.

Þjóðvegurinn suðaustan Grímsstaða liggur um Biskupsháls til Víðidals, um dalinn, og yfir Vegskarð, austur á Möðrudalsöræfi. Biskupsháls er móbergshryggur, sem markar sýslumót og fjórðungsmót milli Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungs. Fornu biskupsdæmin mættust þar líka og þar áttu biskupar að mætast á yfirreiðum sínum.

Dimmifjallgarður er austan Grímsstaða, sunnan Haugsöræfa og nær suður undir Víðidal. Fjöllin eru 600-800 m há. Fornar leiðir liggja um hann milli Hólsfjalla og Vopnafjarðar. Leiðirnar voru villugjarnar og margir urðu úti.
Ferjuás er fell sunnan þjóðvegar við vestanverða Jökulsá á Fjöllum á móts við Grímsstaði. Þar var ferjustaður fyrrum.

Árið 2011 bauð auðugur kínverskur kommisar, Huan Nubo, heilan milljarð í Grímstaði, þar sem hann hugðist reisa hótel, golfvöll og aðra afþreyingu. Þá var stórt hótel í Reykjavík í spilunum líka. Þetta mál var að þvælast fyrir yfirvöldum fram á árið 2012 án þess að niðurstaða fengizt (marz).

Mesti kuldi sem mælst hefur á Islandi við staðalaðstæður er – 38 mældis á Grímsöðum á Fjöllum 21 januar 1918.
Sama dag mældist mestur kuldi í Reykjavik -24.5

Grímstaðir á Fjöllum:
Dettifoss 28 km
Mývatn 40 km
Ásbyrgi 56 km
Herðubreiðarlindir 60 km
Askja 100 km
Kverkfjöll 130 km

Myndasafn

Í grennd

Sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum
Allt fram til ársins 1947, þegar Jökulsá á Fjöllum var brúuð á Mývatnsöræfum, var lögferja frá   Grímsstöðum aðeins norðar en brúin var reist. Þar var…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Teigarhorn
Teigarhorn er bær í Búlandshreppi skammt, u.þ.b. 4 km inn af Djúpavogi. Þar er líklega merkasti  geislasteina (zeolíta, aðallega skolesít) í heiminum…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )