Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grímstaðir á Fjöllum

Grimstadir

Grímstaðir eru ásamt Möðrudal hæstu byggðu ból landsins. Þeir voru löngum í þjóðleið og þar var   lögferja áður en Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947. Fyrrum stóð bærinn 7 km norðar en hann var fluttur vegna sandfoks. Um aldamótin 2000 var opnaður nýr kafli hringvegarins, sem gerði það að verkum, að ekki er lengur ekið um hlaðið á Grímsstöðum, en vegamótin að Hólsfjallavegi til Dettifoss eru enn þá í næsta nágrenni hans. Bærinn er u.þ.b. 45 km austan Mývatns. Þar var bænhús í katólskri tíð og lengi hefur verið rekin veðurathugunarstöð þar.

Þjóðvegurinn suðaustan Grímsstaða liggur um Biskupsháls til Víðidals, um dalinn, og yfir Vegskarð, austur á Möðrudalsöræfi. Biskupsháls er móbergshryggur, sem markar sýslumót og fjórðungsmót milli Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungs. Fornu biskupsdæmin mættust þar líka og þar áttu biskupar að mætast á yfirreiðum sínum.

Dimmifjallgarður er austan Grímsstaða, sunnan Haugsöræfa og nær suður undir Víðidal. Fjöllin eru 600-800 m há. Fornar leiðir liggja um hann milli Hólsfjalla og Vopnafjarðar. Leiðirnar voru villugjarnar og margir urðu úti.
Ferjuás er fell sunnan þjóðvegar við vestanverða Jökulsá á Fjöllum á móts við Grímsstaði. Þar var ferjustaður fyrrum.

Árið 2011 bauð auðugur kínverskur kommisar, Huan Nubo, heilan milljarð í Grímstaði, þar sem hann hugðist reisa hótel, golfvöll og aðra afþreyingu. Þá var stórt hótel í Reykjavík í spilunum líka. Þetta mál var að þvælast fyrir yfirvöldum fram á árið 2012 án þess að niðurstaða fengizt (marz).

Mesti kuldi sem mælst hefur á Islandi við staðalaðstæður er – 38 mældis á Grímsöðum á Fjöllum 21 januar 1918.
Sama dag mældist mestur kuldi í Reykjavik -24.5

Grímstaðir á Fjöllum:
Dettifoss 28 km
Mývatn 40 km
Ásbyrgi 56 km
Herðubreiðarlindir 60 km
Askja 100 km
Kverkfjöll 130 km

Myndasafn

Í grennd

Sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum
Allt fram til ársins 1947, þegar Jökulsá á Fjöllum var brúuð á Mývatnsöræfum, var lögferja frá   Grímsstöðum aðeins norðar en brúin var reist. Þar var…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )