Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð.
Skálinn er á tveimur hæðum og þar geta 30 manns sofið. Á neðri hæðinni er anddyri, lítið og þröngt eldhús og tvö herbergi með kojum. Á efri hæðinni er svefnloft með dýnum á gólfinu og lítið herbergi með dýnum. Í eldhúsinu er rennandi vatn, gashellur og eldhúsáhöld. Salernishús er spölkorn frá skálanum en engar sturtur.
Gengið hafa sagnir um reimleika á staðnum allt frá því að skálinn var byggður og sagt er að um sé að ræða gráklædda stúlku sem ekki láti karlmennina í skálanum í friði
Tjaldað er á grasbala við salernishúsið.
Til viðbótar má geta þess að skálavörður gistir í skálanum yfir sumartímann, smáhýsið er ekki til staðar.
Heimild: Vefur FÍ
Bóka skála
25. June – 1. September.
Adult / Sleeping bag :
Children 7-15 years : (50.0%)
Camping Hvitarnes
Price Per person.
Ikr. 2800.-
Contact Information
fi@fi.is
Tel.:
Fjallaskálar á Kjalvegi:
Hvítárnes
Þverbrekkubúli
Þjófadalaskáli
Kerlingarfjöll
Hveravallaskálar
Áfangaskáli
Gíslaskáli Svartárbotnar