Patreksfjörður er syðstur Vestfjarða og kauptúnið er utarlega við norðanverðan fjörðinn. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi og fiskvinnslu sem og þjónustu við nágrannasveitir. Á staðnum sjálfum og í nágrenni er margt áhugavert að sjá.
Samkvæmt Íslendingabók voru Papar á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Þeir eru þar sagðir hafa yfirgefið Ísland vegna þess að norrænir menn settust hér að. því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn“
Fjörðurinn heitir eftir Patreki biskusp í Suðureyjum. Landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson sem var frá Suðureyjum nefndi fjörðinn eftir honum.
Norrænir víkingar komu síðla á 8. öld á Suðureyjum settust að á 9. öld. Eyjarnar voru undir norskri og danskri stjórn til 1472. Glögg merki um yfirráð Norrænna manna finnast þar nú og um alla framtíð vegna staðarnafna.
Einstök náttúrufegurð er þar allt í kring og ekki má missa af flug- og minjasafninu að Hnjóti, 25 km frá Patreksfjarðarkauptúni, sem óhætt er að segja að sé einstakt í sinni röð. Ýmis þjónusta stendur ferðamönnum til boða, bæði til sjós og lands. Má þar t.d. nefna ferðir út á Látrabjarg o.m.fl.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 420 km.