Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt til Blöndóss og endurreist þar árið 1878. Það var endurbyggt í upphaflegri mynd sem vöruhús skömmu fyrir aldamótin 2000. Það hýsti um tíma Hafíssetrið, sem var stofnað árið 2006, en hefur verið lagt niður. Grózkumikil þjónusta við nágrannasveitir og ferðamenn er á Blönduósi. Verzlun, léttur iðnaður og sláturiðnaður eru uppistaðan í atvinnulífinu, en útgerð og fiskvinnsla eykst smám saman þótt höfnin sé lítil. Brú er yfir Blöndu og rétt ofan við hana er Hrútey , sem var friðlýst sem fólkvangur árið 1975.
Hér ættu flestir ferðamenn að finna eitthvað við sitt hæfi og er ferðaþjónusta eykst að mikilvægi. Gott og snyrtilegt tjaldsvæði blasir við á bökkum Blöndu norðan Hrúteyjar, þegar ekið er inn í bæinn. Laxveiði er við bæjardyrnar, í Blöndu. Stutt er í aðrar laxveiðiár og góð silungsveiði er í nærliggjandi ám og vötnum.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 240 km.
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). A austurlandi Norfjörður og Fáskusjörð Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. og eigandi nat.is