Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnajökull

Vatnajökull

Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu

Vatnajökull (2110m) er stærsti jökull Evrópu, 8100 km². Heildarísmagn jökulsins er talið vera í nánd við 4000 km³. Jökullinn er því nærri 400 m þykkur að meðaltali, en mesta þykkt er nálægt 950 m. Landslagið undir jöklinum er bungótt háslétta (600-800m) með dölum og gljúfrum. Hæstu fjöll undir honum eru 1800-2000 m. Aðeins 10% af botni hans rísa yfir 1100 m. Jökulhvelið er að mestu í 1400-1800 m hæð yfir sjó. Snælína jökulsins eru um 1100 m að sunnan, 1200 m að vestan og 1300 m að norðan. U.þ.b.. 60% jökulsins liggja ofan snælínu og þar er safnsvæði hans. Hann lifir því á eigin hæð yfir sjó. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Landsvirkun hafa mælt afkomu Vatnajökuls frá 1992 og hún hefur sveiflast verulega á þeim tíma. Fyrstu þrjú árin bætti jökullinn á sig sem svarar 2,4 m af vatni jafndreifðu yfir hann allann.

Næstu sex árin rýrnaði hann samanlagt um 3,1 m (0,5 m á ári). Þetta samsvarar 6 km³ rýrnun á árunum 1992 til 2001, sem eru 0,15% af heildarrúmmáli jökulsins. Á þessum árum sveiflaðist snælínan úr u.þ.b. 1000 m upp í 1400 m. Helztu skriðjöklar Vatnajökuls eru Köldukvíslarjökull, Tungnárjökull, Skaftárjökull, Síðujökull, Skeiðarárjökull, Breiðamerkurjökull, Skálafellsjökull, Fláajökull, Eyjabakkajökull, Brúarjökull og Dyngjujökull. Enginn jökull á landinu hefur verið rannsakaður betur en Vatnajökull. Rannsóknir hófust fyrir alvöru árið 1934, þegar gaus í Grímsvötnum, og óslitið eftir að Jöklarannsóknarfélagið var stofnað 1950. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur ók um jökulinn þveran og endilangan með íssjá sína í eftirdragi, þannig að ljóst er að mestu, hvernig landslagið er undir ísnum.

Talið er að vatnsmagnið, sem rennur frá jöklinum, sé í nánd við 5000 m³/sek. Jöklarannsóknarfélagið á skála á Eystri-Svíahnjúk við Grímsvötn, í Esjufjöllum, í Kverkfjöllum og við Goðaborg austast á jöklinum. Fyrsta ferð yfir Vatnajökul, sem staðfest er, var farin 1875. Þar var á ferðinni Englendingur, W.L. Watts, ásamt fimm Íslendingum. Þeir urðu fyrstir til að sjá Öskjugosið og tilkynna um það í Mývatnssveit. Gos í grennd við og í Grímsvötnum sjálfum urðu 1996 og 1998 og oft áður. Skálinn Jöklasel við jaðar Skálafellsjökuls í u.þ.b. 830 m hæð yfir sjó. Þaðan bjóðast snjósleða-, snjóbíla- og jeppaferðir inn á jökulinn (Jöklajeppar – Ís og ævintýri). Frá þjóðvegi er ævintýralegur vegur upp að skálanum.

Goðaborg (1425m) er hnjúkur uppi af Hoffellsfjöllum í Hornafirði. Hún líkist húsi úr fjarska. Þangað flúðu hin heiðnu goð, þegar kristni var lögtekin. Goðaborg er efst á Goðahrygg vestan Lambatungajökuls. Goðahnjúkar (1460-1500m), fjórir alls, eru hærra uppi í jöklinum. JÖRFI reisti sæluhúsið Goðheima við nyrzta hnjúkinn árið 1979.

Gönguleiðir á jöklinum liggja í allar áttir. Þær byggjast á ferðaáætlunum viðkomandi göngumanna, sem eru vitaskuld búnir að skipuleggja þær í þaula áður en haldið er af stað. Auk nauðsynlegs útbúnaðar verður að kanna sprungusvæði á leiðunum með því að fá örugg hnit hjá kunnugum (4×4; Fjallaleiðsögumenn; JÖRFI o.fl.). Þá ber að hafa í huga, að veðurfar á þessum stóra jökli er frábrugðið öllum öðrum landshlutum. Vatnajökull er sérstakt veðursvæði, þar sem búast má við vondum skilyrðum í sjö daga af hverjum átta.

Sérstakur þjóðgarður hefur verið mótaður um Vatnajökul og nágrenni, Vatnajökulsþjóðgarður.

Myndasafn

Í grennd

Bárðarbunga
Bárðarbunga er í norðvestanverðum Vatnajökli. Hún er tæplega 2000 m há, annar hæsti staður landsins,  og þverhnípt upp frá Vonarskarði. Aðalskriðjökul…
Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Fagurhólsmýri
Fagurhólsmýri er bær í Öræfum. Það er fallegt til allra átta frá staðnum og neðan klettanna er flugvöllur   sveitarinnar, sem leysti hana úr mestu ein…
Geysisslysið
Geysisslysið var flugslys sem átti sér stað á Íslandi haustið 1950. Að kvöldi 14. september brotlenti   flugvélin Geysir frá Loftleiðum á Bárðarbungu …
Grímsvötn
Eldgos í Grímsvötnum Undir Vatnajökli austur af Grímsfjalli eru Grímsvötn virkasta eldstöð landsins. Talið er að þar hafi gosið oftar en hundrað sinn…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Öræfajökull
Öræfajökull, hæsta fjall Íslands Öræfajökull er hæsta fjall landsins, 2110 m, sem teygist suður úr Vatnajökli. Hæð landsins sunnan þess     er u.þ.b.…
Skaftá
Skaftá - Skaftárhlaup Skaftá er blönduð jökulsá og lindá. Meginhluti jökulvatnsins kemur undan Skaftárjökli og nokkuð jökul-  og lindavatn úr Langasj…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðursveit
Suðursveit er ævintýraland sem fleiri mættu gefa gaum að en hingað til. Óvíða finnst á svæði sem aka má   gegnum á þjóðvegi á um hálftíma slík fjölbre…
Vatnajökull kort
Kort af Vatnajökli Hér má sjá alla jökla sem saman mynda Vatnajökul og ýmsa staði sem tengjast Vatnajökli. On this map you can see the Glaciers how …
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )