Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geysisslysið

Geysisslysið var flugslys sem átti sér stað á Íslandi haustið 1950. Að kvöldi 14. september brotlenti   flugvélin Geysir frá Loftleiðum á Bárðarbungu á Vatnajökli. Geysir var af gerðinni Douglas DC-4 sem Loftleiðir höfðu keypt fyrir millilandaflug með farþega, en vegna efnahgsaðstæðna á Íslandi var farþegaflug lagt niður 1950 og flugvélin leigð undir vöruflutninga. Sex voru í áhöfn í fluginu frá Lúxemborg til Íslands. Sagt var að slysið hefði stafað af mikilli þreytu flugmanna. Vélin barst af leið vegna veðurs, en snjókoma var og lítið skyggni og ísing á vélinni.

Strax daginn eftir hófst leit á stóru leitarsvæði við suðurströnd landsins. Allt að 15 flugvélar og 2 skip tóku þátt í leitinni. Þremur dögum síðar var talið fullvíst að vélin hefði farist með allri áhöfn. Þann 18. september barst svo veikt neyðarkall frá vélinni. Þegar flakið fannst og í ljós kom að áhöfnin var á lífi var fagnað um allt land. Björgunarleiðangur var skipulagður strax en 3 daga tók að bjarga áhöfninni af jöklinum. Í kjölfarið var Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík stofnuð með aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli.

Flugvélin Geysir  Skymaster DC-4 (öðru nafni C-54) var smíðuð árið 1944 og tók í fyrsta skipti á loft 10. desember það ár. Hún kom til Íslands 8. júlí 1948. Í henni voru sæti fyrir 46 farþega og hún var búin öllum nýtísku þægindum, sem þá tíðkuðust í vélum hinna stærri flugfélaga.

Áhöfn Geysis: Dagfinnur Stefánsson flugmaður, Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja, Bolli Gunnarsson loftskeytamaður, Einar Runólfsson vélamaður, Magnús Guðmundsson flugstjóri og Guðmundur Sívertsen siglingafræðingur.

Heimild Wikipedia og nat.is

Myndasafn

Í grennd

Bárðarbunga
Bárðarbunga er í norðvestanverðum Vatnajökli. Hún er tæplega 2000 m há, annar hæsti staður landsins,  og þverhnípt upp frá Vonarskarði. Aðalskriðjökul…
Reykjavíkurflugvöllur
Vorið 1919 kom Rolf Zimsen, flugmaður og frændi borgarstjórnans Knud Zimsens, til landsins til að  aðstæður fyrir samgöngur í lofti á Íslandi. Honum l…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )