Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er strábýlt svæði, mörg bændabýli farin í eyði, en nokkrir þéttbýlisstaðir. Atvinnulífið byggist á fiskveiðum og -verkun og ferðaþjónustu. Þetta landssvæði á sína þætti í Íslendingasögunum, s.s. Landnámu, Finnbogasögu ramma, Biskupasögum og Grettissögu. Samgöngur innan svæðis eru misgóðar eftir árstíðum. Vegakerfið á Ströndum endar við bæina Fell, Munaðarnes og niðri í Ingólfsfirði, þótt hægt sé að brölta vegleysu, víða í fjöruborðinu, inn í Ófeigsfjörð. Nyrzti hluti Stranda er Hornstrandafriðlandið, sem nær yfir nyrzta hluta Vestfjarðakjálkans. Auk hinna eiginlegu Hornstranda nær friðlandið yfir Aðalvík og norðurhluta Jökulfjarða.
Hefjum ferðalagið frá Staðarskála um Strandir eða Norðurland:
Hólmavík 115 km. Borðeyri 4 km. <Staðarskáli>Hvammstangi 34 km,