Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skarðsströnd í Dalasýslu

dalir

Skarðsströnd er sveit í Dalasýslu, sem er á milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar. Mörkin milli Fellsstrandar og Skarðsstrandar eru um Klofning, klettarana fram af Klofningsfjalli, sem skilur á milli sveitanna. Skarðsströnd nær svo inn að Fagradalsá, en þar tekur Saurbærinn við.

Nokkuð breitt undirlendi er frá Klofningi að Skarði á Skarðsströnd en þar eru margir bæir farnir í eyði þótt landið sé vel gróið og búsældarlegt. Ballará er þó enn í byggð. Þar bjó meðal annars Pétur Einarsson, sem skrifaði Ballarárannál. Seinna bjó þar séra Eggert Jónsson, sem sumir telja að hafi að hluta verið fyrirmyndin að séra Sigvalda í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen.

Helsta höfuðból á Skarðsströnd og raunar eitt helsta höfuðból landsins fyrr á öldum er Skarð. Þar hefur sama ættin búið frá 11. öld og jafnvel allt frá landnámsöld. Margir þekktir einstaklingar af ætt Skarðverja hafa búið á Skarði og þekktust allra kannski Ólöf ríka Loftsdóttir, sem bjó á Skarði á 15. öld. Kirkja er á Skarði og átti hún áður margt góðra gripa en nu er fátt eftir nema altaristafla sem sagt er að Ólöf hafi gefið. Tvær frægar skinnbækur eru líka kenndar við Skarð. Í Skarðsstöð, hinni fornu höfn Skarðverja, er smábátahöfn og er þar nokkur útgerð, ekki síst á grásleppu. Þar var fyrsta fasta verslun í Dalasýslu og hófst 1890.

Myndasafn

Í grennd

Akureyjar Skarðsströnd
Akureyjar Akureyjar eru safn 30 eyja og grösugra hólma, sem töldust einna beztar til búsetu á Breiðafirði. Heimaeyjan er í miðjum, þéttum eyjaklasanu…
Búðardalsá
Búðardalsá á Skarðströnd er tveggja stanga á í Dalasýslu. Við ána er gott veiðihús, þar sem  sjá um sig sjálfir. Yfirleitt var veiðin milli 40 og 70 …
Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Flekkudalsá
Þriggja stanga á í Dölum,( Fellsströnd) sem fellur í Hvammsfjörð eins og flestar árnar á svæðinu. Hún þykir afar falleg   og gefur þetta 150 til 350 l…
Hvolsá og Staðarhólsá
Hvolsá og Staðarhólsá í Saurbæ í Dölum eru veiddar með 4 dagstöngum en þær koma saman áður en þær falla í Gilsfjörð. Þær þykja afar fallegar og gefa þ…
Krossá á Skarðsströnd
Krossá á Skarðsströnd er tveggja stanga á í Dalasýslu. Við ána er nýllega endurnýað tveggja busta    , þar sem veiðimennirnir sjá um sig sjálfir. Yfir…
Krosshólaborg
Krosshólaborg er við veginn út á Fellsströnd skammt frá vegamótum hjá Ásgarði. Landnámskonan  djúpúðga lét reisa þar krossa og fór þangað til bænahal…
Skarðskirkja
Skarðskirkja er í Hvammsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Skarð er bær og kirkjustaður á Skarðsströnd. Skarð hefur líklega verið kirkjus…
Svínadalsá
Svínadalsá er dragá í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu og hefur upptök í hálendinu. Til hennar  Brekkuá   og   eftir það heitir hún Hvolsá til sjávar, þar …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )