Þriggja stanga á í Dölum, sem fellur í Hvammsfjörð eins og flestar árnar á svæðinu. Hún þykir afar falleg og gefur þetta 150 til 350 laxa á sumri á þrjár stangir. Veiðiklúbbur að nafni Laxmenn hafa ána á leigu og nýta mest sjálfir, en stundum eru þó laus holl til sölu.
Flekkudalsá er um 240 km frá Reykjavík (42 km styttra um Hvalfjarðargöng) og um 40 km frá Búðardal.