Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skarðskirkja

Skarðskirkja er í Hvammsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Skarð er bær og kirkjustaður á Skarðsströnd. Skarð hefur líklega verið kirkjustaður síðan um árið 1200. Í katólskri tíð voru kirkjur staðarins helgaðar Maríu Mey, Jóhannesi postula og Ólafi konungi helga. Skarðskirkja var löngum höfuðkirkja Skarðsþinga og aðrar kirkjur brauðsins voru í Búðardal og Dagverðarnesi. Brauðið var lagt niður 1907 og varð hluti Staðarhólsþinga í Saurbæ. Samkvæmt lögum frá 1970 tilheyrir Skarðskirkja Hvammsprestakalli.

Núverandi kirkja að Skarði var byggð 1914-1916 úr viðum eldri kirkju, sem fauk. Kirkjan var mikið endurbætt á árunum 1977-1983. Margir mjög merkir gripir eru í kirkjunni. Altarisbrík með alabastursmyndum frá 15. öld, sem Ólöf ríka er sögð hafa gefið kirkjunni. Hún var send á heimssýninguna í París 1910.

Prédikunarstóllinn er frá 17. öld, gjöf til minningar um Daða Bjarnason (1565-1633), bónda á Skarði, og konu hans, Arnfríði Benediktsdóttur (1569-1647). Myndir þeirra eru á stólnum með öðrum.

Kirkjan var endurbyggð á árunum 1914-16, því hin eldri fauk af grunni. Gert var við hana á síðustu árum 20. aldar undir stjórn Þorvaldar Byrnjólfssonar. Skarðskirkja er bændakirkja. Fyrrum var messað daglega í kirkjunni og tvisvar á föstudögum og miðvikudögum á lönguföstu og um jól, enda þjónuðu tveir prestar.

Kirkja var í Búðardal á Skarðsströnd. Á miðöldum var í henni mynd af Guðmundi góða. Kirkjan í Búðardal var helguð Mikjáli erkiengli. Hún var í bóndaeign og lögð niður með konungsbréfi 14. september 1849. Við það komst Dagverðarnessókn í núverandi form.
Hálfkirkja var að Innri-Fagradal 1744 í bóndaeign.
Heimagrafreitur er að Stakkabergi.
(Heimild: Óskar Ingi Ingason;

Myndasafn

Í grennd

Dalasýsla hálfkirkjur og bænahús
Snóksdalssókn Hálfkirkja var fyrrum á Dunki í Hörðudal. Hún var í bóndaeign. Herra Gísli Jónsson, biskup í Skálholti (1558-87) skipaði hálfkirkju að …
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Skarð
Skarð er bær og kirkjustaður á Skarðsströnd í Dalasýslu. Bærinn stendur á undir lágu felli á hjalla og  neðan hans er sléttlendi niður að sjó. Í jarða…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )