Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skagi

Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, sem teygjast inn á Eyvindarstaðaheiði. Strandlengjan er víðast lág og lítt vogskorin. Hæst ber þar Ketubjörg. Þarna verpa margar tegundir fugla, dúntekja er talsverð og góð veiði í vötnum og ám. Á utanverðum Skaga er talsverður reki. Vegalengdin frá Sævarlandsvík að Skagatá er u.þ.b 30 km. Byggð er þéttari á vestanverðum Skaga, þar sem er mun grösugra, en austantil eru mörg eyðibýli.

Í maí og júní 2008 stigu tvö bjarndýr á land á Skaga. Hið fyrra fannst á Þverárfjalli og var   skotið þar. Hið síðara að Hrauni á Skaga. Ærnu fé var kostað til að láta flytja búr og sérfræðing í deyfingu villtra dýra frá Danmörku. Allt kom fyrir ekki og nauðsynlegt reyndist að fella þetta dýr líka. Dýrin voru stoppuð upp og prýða nú söfn á Sauðárkróki og Blönduósi.

Skagatá. Nyrzti hluti Skaga norðan Hrauns. Viti reistur 1913 (endurbyggður 1935).

Keta er bær og kirkjustaður á austan- og utanverðum Skaga. Hvammsprestakall var lagt niður árið 1975 og sóknin lögð til Sauðárkróks. Ásbúðir og Víkur í Austur-Húnavatnssýslu eru í sókninni.

Keta er fornt höfuðból. Þaðan var róið til fiskjar og hlunnindi eru talsverð. Ketubjörg (122m) eru gamall gígtappi úr stuðluðu grágrýti, líklega frá fyrri hluta ísaldar. Stakur drangur í sjó heitir Kerling. Þjóðsögur segja frá tröllum í björgunum, sem gerðu ferðamönnum þjóðveginn stundum illfæran. Grímsborg í túninu er bústaður álfa.

Myndasafn

Í grennd

Bergskáli á Skaga
Á Bergskála bjó refaskyttan Gunnar Einarsson og kenndi sig við Bergskála á Skaga. Hann var fæddur  árið 1901 og andast árið 1959. Lenti í tveimur alva…
Hofskirkja á Skagaströnd
Hofskirkja á Skagaströnd er í Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Hof var prestsetur á  ,   u.þ.b. 9 km norðan Höfðakaupsstaðar (Skagast…
Hraun á Skaga
Hraun á Skaga is a small family farm located on the northernmost tip of the Skagafjördur peninsula in north Iceland, just under the Arctic Circle. Ice…
Hvítabjörn, Ísbjörn
Hvítabjörn eða ísbjörn (Ursus maritimus) er fremur sjaldgæfur gestur á Íslandi núorðið en fyrrum, þegar   loftslag fór kólnandi á síðmiðöldum og allt …
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Keta á Skaga
Keta er gamalt höfuðból og kirkjustaður á austanverðum Skaga og er í Sveitarfélaginu Skagafirði. Kirkjan í Ketu var útkirkja frá Hvammi í Laxárdal …
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Selvík, Skagaheiði
Selvík er bezti lendingarstaður Skagafjarðarmegin á Skaga. Rústir verbúða eru greinilegar á Selnesi við   víkina norðanverða. Þýzkaleiði gefur til kyn…
Skagaströnd. Höfðakaupsstaður
Skagaströnd er kauptún á vestanverðum Skaga milli Spákonufells og Spákonufellshöfða, sem gengur í sjó fram. Bærinn stendur við víkina sunnan höfðans. …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )