Skælingar á Skaftártunguafrétti blasa við norðaustan Eldgjár, þegar komið er að henni úr suðri eða ofan brúnum hennar. Skælingar eru giljóttir og grónir móbergshryggir, sem eru víða seinfarnir vegna mislendis.
Af framangreindu svæði er gott útsýni yfir sunnanverð Fögrufjöll (Sveinstindur) og Síðuafrétt (Lakagígar). Í Skælingum er leitarmannakofi, sem Ferðafélagið Útivist gerði upp, niðri við Skaftá.