Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sænautasel Ferðast og Fræðast

Sænautasel

Sænautasel var byggt á Jökuldalsheiði 1843. Bærinn var í byggð í eina öld. Árið 1861 voru 16 bæir í byggð heiðinni. Þeir eyddust að mestu í Öskjugosi 1875. Flutt var úr bænum árið 1943. Meðal hinna brottfluttu var ellefu ára snáði, Eyþór, sem vitjar enn þá (2010) átthaganna á sumrin. Þáverandi Jökuldalshreppur endurbyggði bæinn árið 1992. Hluti hans féll árið 2009 og var endurbyggður 2010. Hann er mjög áhugavert safn og aðeins fimm kílómetra að fara frá gamla þjóðveginum, sem liggur um Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði.

Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð.

Heiðabúskapur var einnig viðfangsefni rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar (Aðventa) og Jóns Trausta (Halla og heiðarbýlið).

 

Myndasafn

Í grennd

Askja Dyngjufjöll
Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin…
Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Jökuldalsheiði
Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar, Þjóðfells og Súlendna að vestan og hábrúna …
Jökuldalur
Jökuldalshreppur nær yfir Jökuldal og Hrafnkelsdal auk heiðalandanna beggja vegna og er hinn  víðlendasti á Austurlandi. Jökuldalurinn er lengstur byg…
Sænautavatn
Sænautavatn er með stærri vötnum á Jökuldalsheiði og er gott veiðivatn. Flatarmál þess er 2,3 km², dýpt 23 m og það er í 525 m hæð yfir sjó. Vatnið l…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…
Vötn á Jökuldalsheiði
Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar, Þjóðfells og Súlendna að vestan og hábrúna …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )