Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrafntinnusker

Hrafntinnuskersskáli
"]

Hrafntinnusker

Hrafntinnusker er 1128 m hátt fjall við Austur-Reykjadali, austan Heklu. Það er hægt að aka langleiðina þangað frá Sátubarni á Dómadalsleið eða Laufafelli á Miðvegi. Útsýni er mikið og gott af Skerinu, sem er á gönguleiðinni milli Þórsmerkur og Landmannalauga, „Laugaveginum”. Þar er ágætisáningarstaður í skála Ferðafélagsins, sem var byggður 1977. Hann rúmar 20 manns. Umhverfis skerið, einkum vestan við það, er fjöldinn allur af hverum, enda er Torfajökulssvæðið meðal stærstu háhitasvæða landsins. Þarna eru gufuhverir, litskrúðugir leirhverir, sígjósandi vatnshverir og aðrir rólegri. Sumir eru undir jökli og mynda íshella. Litadýrð þessa ríólítsvæðis er ólýsanleg.

Það er áhættusamt að fara inn í slíka hella vegna þess, hve óstöðugir þeir eru. Ferðamaður beið bana í einum þeirra í Hrafntinnuskeri morguninn 16. ágúst 2006.

Hrafntinnuhraun, norðvestan Skersins, er samnafn á misgömlum hraunum. Hið yngsta gæti hafa myndast á sögulegum tíma. Yngsta hraunið skartar hringlaga gíg, sem varð að gúl vegna þess að hraunið var seigfljótandi og hrannaðist upp.

Stundum var sótt hrafntinna til húsaskreytinga í Hrafntinnuhraun (Þjóðleikhúsið). Árið 2006 var fengið sérstakt leyfi til að sækja nokkur tonn af hrafntinnu í Skerið til lagfæringa á Þjóðleikhúsinu. Margir gagnrýndu þessa innrás í Friðlandið að Fjallabaki.

Hinn 26. júní 2004 varð 25 ára Ísraeli úti í Kaldaklofsfjöllum, nærri Hrafntinnuskeri, á leið sinni frá Landmannalaugum til Þórsmerkur.

Ljósártungur eru tungan milli Ljósár og Markarfljóts. Hún teygist norður að Hrafntinnuhrauni og Hrafntinnuskeri. Þetta svæði er að langmestu leyti úr ríólíti og því er það mjög gróðursnautt. Þarna er víða geysimikill jarðhiti, aðallega sunnan og vestan í Hrafntinnuskeri. Íshellar myndast víða af þessum sökum.

gonguleidir_hellismannaleid_midsud.htm_txt_gonguleidir_flestar_sudurha

Myndasafn

Í grennd

Álftavatn
Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir sleppingu á 20. …
Brennisteinsalda
Brennisteinsalda Brennisteinsalda er eldfjall á Suðurlandi. Hæð fjallsins er um 855 m. Það er staðsett nálægt Landmannalaugum og ekki langt frá Heklu…
Dómadalsleið
Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri. Hún liggur austur úr Sölvahrauni, austan norð…
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki Þetta friðland var stofnað 1979. Það nær yfir 47 km² lands og er ofar 500 m hæð yfir sjó. Svæðið er fjöllótt og eldvirkt og þa…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Hrafntinnusker Fi Skáli
Skálinn í Hrafntinnuskeri Skáli Höskuldsskáli á Hrafntinnuskeri var byggður 1977 í 1027 m hæð yfir sjó. Hann hýsir 36 manns í kojum en heimilt er að …
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Torfajökull
Torfajökull rís hæst í 1190 m og flatarmál hans er u.þ.b. 15 km². Hann er ekki auðséður úr öllum áttum, víða skyggja önnur fjöll á hann, einkum að no…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )