Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bárðarbunga

Bárðarbunga

Bárðarbunga er í norðvestanverðum Vatnajökli. Hún er tæplega 2000 m há, annar hæsti staður landsins,  og þverhnípt upp frá Vonarskarði. Aðalskriðjökullinn frá henni er Köldukvíslarjökull en auk hans byltast nokkrir litlir falljöklar niður í 1200-1500 m hæð.

Hinn 14. september 1950 fórst þar Loftleiðaflugvélin Geysir. Sex dagar liðu áður en björgunarsveit frá Akureyri komst á skíðum frá Kistufelli til að bjarga áhöfninni, sem komst öll af. Bandarísk flugvél af DC-3 gerð lenti á jöklinum til að bjarga fólkinu en gat ekki hafið sig til flugs aftur.

Hún stóð þar til vors, þegar Loftleiðamenn grófu hana upp og komu henni niður af jöklinum milli Skaftár og Hverfisfljóts, þar sem heitir Fljótsoddi, og flugu henni til Reykjavíkur. Þessi björgunarafrek eru í hávegum höfð, enda kraftaverk að enginn færist og DC-3 vélin skaut stoðum undir vöxt og viðgang Loftleiða. Margir leiðangrar voru sendir til að ná farmi Geysis.

Flakið horfið!

FLEST bendir til að flak flugvélarinnar Geysis, sem brotlenti á Bárðarbungu í september 1950, hafi færst til og sé ekki lengur á þeim stað þar sem flugvélin fórst.
Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, hefur kortlagt botn Bárðarbungu með íssjá og hefur flugvélin ekki fundist við
rannsóknina. Helgi hefur m.a. notað íssjána til að finna flugvélaflök í Grænlandsjökli.

Helgi sagði að í þeim rannsóknum sem hann hefði gert með íssjá á Bárðarbungu hefði flugvélaflakið ekki komið fram. Hann sagðist því hallast að því að vélin væri komin á botn jökulsins og kæmi þess vegna ekki fram á þeim radartækjum sem notuð væru. Undir Bárðarbungu er mikil askja og sagði Helgi ekki ólíklegt að flugvélina væri að finna á börmum öskjunnar. Sé það rétt hefur hún færst tugi metra til austurs. Er líklega á 100 metra dýpi

Helgi sagði að líkast til væri flakið á a.m.k. 100 metra dýpi í jöklinum. Hann sagði að líklega væri hægt að finna flakið ef menn legðu sig fram um það. Rannsóknir sínar hefðu miðað að því að kortleggja botn jökulsins og hann hefði ekki lagt á sig aukavinnu við að leita að flakinu.

Geysisslysið er eitt kunnasta flugslys Íslandssögunnar. Geysir brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli,
en vélin var á leið til Íslands frá Luxemborg. Áhafnarinnar, sex manns, var leitað í fjóra daga áður en hún fannst. Eftir tæpa viku dvöl á jöklinum tókst að bjarga allri áhöfninni. Björgunin var mjög erfið.

Flakið horfið!
Heimild MBL.is

Myndasafn

Í grennd

Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Geysisslysið
Geysisslysið var flugslys sem átti sér stað á Íslandi haustið 1950. Að kvöldi 14. september brotlenti   flugvélin Geysir frá Loftleiðum á Bárðarbungu …
Holuhraun
Holuhraun eldgos Holuhraun kom líklega úr gígaröðum við jaðar Dyngjujökuls og í hrauninu sjálfu, nokkuð norðar. Það er úfið og illt yfirferðar sunnan…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Kistufell
Kistufell er 1444 m hátt móbergsfjall við miðjan Dyngjujökul. Árið 1950 brotlenti skymasterflugvélin Geysir á Bárðarbungu og mannbjörg varð. Björguna…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Vatnajökull
Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu Vatnajökull (2110m) er stærsti jökull Evrópu, 8100 km². Heildarísmagn jökulsins er talið vera í nánd við 4000 km…
Vatnajökull kort
Kort af Vatnajökli Hér má sjá alla jökla sem saman mynda Vatnajökul og ýmsa staði sem tengjast Vatnajökli. On this map you can see the Glaciers how …
Vonarskarð
Vonarskarð er á milli Bárðarbungu (2000m) í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls (900-940 m.y.s.). Nafn þess er talið vera frá landnámsöld, þegar Bárður He…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )