Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftavatn

Álftavatn

Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir sleppingu á 20. öld.

Álftir voru veiddar á vatninu, þegar þær voru í sárum.

Árið 1838 var þeim hætt eftir að Benedikt bóndi í Fljótsdal drukknaði við veiðarnar. Hann var á sundreið á eftir þeim, þegar slysið varð.

Tveir skálar Ferðafélags Íslands, sem rúma allt að 58 manns í kojum, eru við austurenda vatnsins. Annar þeirra er ætlaður göngufólki á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Laugavegurinn).

Ferðafélagið Útivist gerði upp leitarmannaskálann við Álftavötn og býður þar gistingu.

Það er líka Álftavatn á Suðurlandi

Myndasafn

Í grennd

Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Gönguleiðir í Þórsmörk
Valahnúkur (458m) er vestan við mynni Langadals, þar sem Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands stendur. Gangan upp er létt og útsýnið ofan af honum á gó…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Landmannalaugar
Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem samein…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Veiði Alftavatn fjallabak syðra
Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir sleppingu á 20. …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )