Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftavatn

Álftavatn

Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir sleppingu á 20. öld.

Álftir voru veiddar á vatninu, þegar þær voru í sárum.

Árið 1838 var þeim hætt eftir að Benedikt bóndi í Fljótsdal drukknaði við veiðarnar. Hann var á sundreið á eftir þeim, þegar slysið varð.

Tveir skálar Ferðafélags Íslands, sem rúma allt að 58 manns í kojum, eru við austurenda vatnsins. Annar þeirra er ætlaður göngufólki á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Laugavegurinn).

Ferðafélagið Útivist gerði upp leitarmannaskálann við Álftavötn og býður þar gistingu.

Það er líka Álftavatn á Suðurlandi

Myndasafn

Í grennd

Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Gönguleiðir í Þórsmörk
Valahnúkur (458m) er vestan við mynni Langadals, þar sem Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands stendur. Gangan upp er létt og útsýnið ofan af honum á gó…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Veiði Alftavatn fjallabak syðra
Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir sleppingu á 20. …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )