Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir sleppingu á 20. öld.
Álftir voru veiddar á vatninu, þegar þær voru í sárum.
Árið 1838 var þeim hætt eftir að Benedikt bóndi í Fljótsdal drukknaði við veiðarnar. Hann var á sundreið á eftir þeim, þegar slysið varð.
Tveir skálar Ferðafélags Íslands, sem rúma allt að 58 manns í kojum, eru við austurenda vatnsins. Annar þeirra er ætlaður göngufólki á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Laugavegurinn).
Ferðafélagið Útivist gerði upp leitarmannaskálann við Álftavötn og býður þar gistingu.
Það er líka Álftavatn á Suðurlandi
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: