Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Keflavíkurflugvöllur Ferðast og Fræðast

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Keflavíkurflugvöllur er á Miðnesheiði á Rosmhvalanesi, sem var innan girðingar herstöðvar NATO (til 2006) Keflavíkurflugvöllur er einn af 4 alþjóðaflugvöllum landsins, hinir eru Akureyri, Egilsstaðir og Reykjavík. Bæði innlend og erlend flugfélög nota Keflavíkurflugvöll í áætlunar- og leiguflugi og þar eru aðalbækistöðvar Flugleiðaflugsins. Flugstöðvarbyggingin er kennd við Leif heppna Eiríksson (FLE). Í henni er fríhöfn fyrir brottfarir og millilendingar með fjölda verzlana og ein verzlun fyrir komufarþega. Samkvæmt athugunum er þessi fríhöfn ódýrari en sumar aðrar. Rétt austan flugstöðvarinnar er langtíma bílageymsla, sem býður m.a. bílaþvott og afhendingu bíla við komuna til landsins. Komufarþegum er boðin ýmis önnu þjónusta að tollskoðun lokinni, s.s. leigubílar, bílaleiga, rútuferðir til Reykjavíkur (FlyBus), gjaldeyrisskipti, banki, pósthús og upplýsingamiðstöð. Einnig er hægt að koma við í bankanum framan við vegabréfaskoðun á annarri hæð við komuna til landsins.
Vegalengdin til Reykjavíkur er u.þ.b. 50 km.

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Fagradalsfjall
Fagradalsfjall er vestast af lágu fjöllum Reykjanesskagans, 385 metra hátt fjall sem mótaðist á síðasta hluta ísaldar sem stóð í um 100.000 ár, líkleg…
Herstöðin á Miðnesheiði
Bandaríski sjóherinn sendi fyrstu hermennina til Íslands árið 1941 samkvæmt samningi milli ríkisstjórnar Íslands, Bretlands og BNA. Hann tók við hlutv…
Keflavík/Njarðvík, Ferðast og Fræðast
Keflavík Sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Byggð í Keflavík og Njar…
Reykjanes, ferðast og fræðast
Reykjanes er yzti hluti Suðurnesja. Þar eru mikil ummerki eldvirkni og vart sést þar stingandi strá. Mest ber á dyngjum, s.s. Háleyjarbungu og Skálafe…
Sandgerði Ferðast og Fræðast
Sandgerði er sjávarþorp á vestanverðu Rosmhvalanesi. Unnið hefur verið að miklum hafnarbótum þar á síðustu áratugum og byggist mannlíf allt á sjósókn …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )