Keflavíkurflugvöllur er á Miðnesheiði á Rosmhvalanesi, sem var innan girðingar herstöðvar NATO (til 2006) Keflavíkurflugvöllur er einn af 4 alþjóðaflugvöllum landsins, hinir eru Akureyri, Egilsstaðir og Reykjavík. Bæði innlend og erlend flugfélög nota Keflavíkurflugvöll í áætlunar- og leiguflugi og þar eru aðalbækistöðvar Flugleiðaflugsins. Flugstöðvarbyggingin er kennd við Leif heppna Eiríksson (FLE). Í henni er fríhöfn fyrir brottfarir og millilendingar með fjölda verzlana og ein verzlun fyrir komufarþega. Samkvæmt athugunum er þessi fríhöfn ódýrari en sumar aðrar. Rétt austan flugstöðvarinnar er langtíma bílageymsla, sem býður m.a. bílaþvott og afhendingu bíla við komuna til landsins. Komufarþegum er boðin ýmis önnu þjónusta að tollskoðun lokinni, s.s. leigubílar, bílaleiga, rútuferðir til Reykjavíkur (FlyBus), gjaldeyrisskipti, banki, pósthús og upplýsingamiðstöð. Einnig er hægt að koma við í bankanum framan við vegabréfaskoðun á annarri hæð við komuna til landsins.
Vegalengdin til Reykjavíkur er u.þ.b. 50 km.
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: