Óreglulegt flug var stundað til Eigilsstaða fram á sjötta áragtuginn og lent á túnum á Egilsstaðnanesi eða á Lagarfljóti. Árið 1951 hófust framkvæmdir við gerð malarbrautar á Egilsstaðanesin. Hún var fullgerð 1953 og áætlunarflug hófst frá Reykjavík 1955, þegar ljósabúnaði hafði verið komið fyrir (1954). Brautin varð 1383 m löng og 45 m breið. Aðflug var fremur erfitt vegna fjallanna í grenndinni. Þessi braut var í notkun þar til ný var byggð. Hún var opnuð umferð 23. september 1993. Staðsetning hennar var miðuð við hindrunarlaust aðflug og strax var gert ráð fyrir lengingu hennar síðar. Yfirborðslag hennar er 10 sm þykkt malbik. Flugvöllurinn er aðalflugvöllur Austurlands og varaflugvöllur í millilandaflugi. Fyrsti umsjónarmaður hans var ráðinn árið 1950.