Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eigilsstaðaflugvöllur

Óreglulegt flug var stundað til Eigilsstaða fram á sjötta áragtuginn og lent á túnum á Egilsstaðnanesi eða á Lagarfljóti. Árið 1951 hófust framkvæmdir við gerð malarbrautar á Egilsstaðanesin. Hún var fullgerð 1953 og áætlunarflug hófst frá Reykjavík 1955, þegar ljósabúnaði hafði verið komið fyrir (1954). Brautin varð 1383 m löng og 45 m breið. Aðflug var fremur erfitt vegna fjallanna í grenndinni. Þessi braut var í notkun þar til ný var byggð. Hún var opnuð umferð 23. september 1993. Staðsetning hennar var miðuð við hindrunarlaust aðflug og strax var gert ráð fyrir lengingu hennar síðar. Yfirborðslag hennar er 10 sm þykkt malbik. Flugvöllurinn er aðalflugvöllur Austurlands og varaflugvöllur í millilandaflugi. Fyrsti umsjónarmaður hans var ráðinn árið 1950.

Innskot
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og umsjónarmaður nat.is.
Þar var gaman að kynnast Gunnari. Á starfsferli sínum öðlaðist hann réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í flugturnunum á Egilsstöðum og Akureyri, auk aðflugs- og ratsjárréttinda fyrir Akureyrarflugvöll. Árið 1981 fluttist Gunnar frá Egilsstöðum og hóf störf á Akureyrarflugvelli. Hann starfaði þar uns hann lét af störfum árið 1999 vegna starfslokaákvæða. Gunnar Egilson fæddist 5. ágúst 1936. Hann lést 6. maí 2018.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )