Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sandgerði Ferðast og Fræðast

Sandgerði

Sandgerði er sjávarþorp á vestanverðu Rosmhvalanesi. Unnið hefur verið að miklum hafnarbótum þar á síðustu áratugum og byggist mannlíf allt á sjósókn og fiskvinnslu. Fjöldi báta og skipa eru gerð út frá Sandgerði og þar er ein af fáum sjómannastofum, sem eftir eru, Sjómannastofan Vitinn. Sérstakt þekkingarsetur er í Sandgerði og er þar leitast við að tengja saman land og þjóð, mann og umhverfi og náttúru og sögu.

Húsið Sandgerði sem þorpið dregur nafn sitt af blasir við þegar ekið er inn í þorpið frá Garði en það hús var byggt úr timbri, sem var um borð í skipinu Jamestown en það rak mannlaust inn í Hafnir árið 1870.

Vegalengdin frá Reykjavík er 56 km.

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Keflavíkurflugvöllur Ferðast og Fræðast
Keflavíkurflugvöllur er á Miðnesheiði á Rosmhvalanesi, sem var innan girðingar herstöðvar NATO (til 2006) Keflavíkurflugvöllur er einn af 4 alþjóðaflu…
Reykjanes, ferðast og fræðast
Reykjanes er yzti hluti Suðurnesja. Þar eru mikil ummerki eldvirkni og vart sést þar stingandi strá. Mest ber á dyngjum, s.s. Háleyjarbungu og Skálafe…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )