Bifröst í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við á leið sinni um Borgarfjörð. Umhverfið er mjög ólíkt landslagi annar staðar á Vesturlandi, kjarri vaxin hraunin með misgengisgjám. Grábrókarhraun liggur sunnan við Baulu, tignalegt fjall, sem setur sérstakan svip á umhverfið. Það þykir erfitt uppgöngu, en uppi á tindi hennar er lítil tjörn og er sagt, að í henni sé óskasteinn. Hraunið rann úr Grábrókargígum, fallegum gjallgígum og er Grábrók þeirra stærstur. Gíghólar þessir eru náttúruvætti. Umhverfið býður upp á margar fagrar og áhugaverðar gönguleiðir, s.s. upp á Grábrók, Baulu, meðfram Hreðavatni, niður að fossinum Glanna í Norðurá, Paradís neðar við ána o.fl.