Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baula

Baula

Baula (934 m), prýði Borgarfjarðar, er keilumyndaður bergeitill úr súru bergi (laccolith; grunnt innskot)  vestan Norðurárdals á sýslumörkum Dala- og Mýrarsýslu. Hreinir hraungúlar eru ekki til á Íslandi. Líklega eru Hlíðarfjall, Hágöngur o.fl. af sama toga og flest orðin til undir jökli.

Baula er brött uppgöngu, gróðurlaus og skriðurunnin. Rýólítkvika er oftast mjög seigfljótandi, þannig að hún hrúgast upp í troðgosum og myndar keilulaga gúla. Útsýni af tindinum er geysivítt. Skildingafell og Litla-Baula eru vestan og norðan Baulu umhverfis Sátudal.

Þaðan rennur Dýrastaðaá í gljúfrum og fossaföllum niður í Norðurá hjá Hóli og Hafþórsstöðum.
Þjóðsagan segir frá tjörn uppi á Baulutindi. Þar á að vera óskasteinn, sem flýtur upp einu sinni á ári. Baula var fyrst klifin árið 1851 (Halldór Bjarnason frá Litlu-Gröf), og þótti það talsvert afrek.

Myndasafn

Í grennd

Bifröst
Bifröst í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við á leið sinni um Borgarfjörð. Umhverfið er mjög ólíkt l…
Borg á Mýrum
Prestsetrið og kirkjustaðurinn Borg stendur við botn Borgarvogs, norðan og austan Borgarness. Í   katólskum sið var kirkjan helguð Mikael erkiengli. K…
Grábrókarhraun
Grábrókarhraun er meðal úfnustu apalhrauna hérlendis. Það rann frá Grábrókargígum í Norðurárdal   fyrir 3600-4000 árum (á skilti við gígana stendur, a…
Reykholt í Reykholtsdal
Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar, sem margir telja merkasta skáld, rithöfund…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )