Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hreðavatn

Hreðavatn

Hreðavatn er allstórt stöðuvatn í mjög fallegu umhverfi í Norðurárdal í Mýrarsýslu. Það er 1,14 km²,  dýpst 20 m og í 56 m hæð yfir sjó. Hrauná rennur úr því um Grábrókarhraun, að mestu neðanjarðar. Vatnið er örskammt frá hringveginum (nr. 1). Veiðileyfin gilda norðaustan línu milli Leiðarskarðs og Æskuminnis. Fjöldi veiðileyfa er ekki takmarkaður.

Í vatninu er bleikja og svolítið af urriða og bezt er að veiða á morgnana og kvöldin. Mest er af smáum fiski í vatninu, ½-2 pund. Mælt er með fluguveiði!

Umhverfi vatnsins býður upp á margar fagrar og áhugaverðar gönguleiðir, s.s. upp á Grábrók, niður að Glanna í Norðurá og Paradís við Norðurá, svo eitthvað sé nefnt. Fyrrum sáust ókennileg dýr í Hreðavatni, en þau gera ekki vart við sig lengur.

Hreðavatnsskáli er veitingastaður við Grábrókargígana. Fyrsta veitingaskálann reisti Vigfús Guðmundsson (1890-1965) árið 1933 og nýjan 1946. Vigfús var landskunnur fyrir ferðalög, veitingastarfsemi og afskipti af stjórnmálum (var lengi í forystusveit Framsóknarflokksins). Árið 1955 gaf hann út bókina „Umhverfis jörðina”, árið 1958 „Framtíðarlandið”, árið 1960 „Æskudagar” og árið 1962 „Þroskaárin”

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b.110 km og 33 km frá Borgarnesi.

Veiðikortið:

Veiðisvæðið:
Heimilt er að veiða í Hreðavatnslandi sem er norðanmegin í vatninu. Sjá veiðimörk á korti..

Gisting:
Bannað er að tjalda við vatnið en ýmsir ferðaþjónustuaðilar eru í nágrenninu.

Veiði:
Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar..

Daglegur veiðitími:
Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.
Tímabil:
Veiðitímabil hefst 20. maí og lýkur því 30. september.

Agn:
Leyfilegt magn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn:
Best er að veiða í Hreðavatni fyrri hluta sumars en nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið.

Reglur:
Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.
Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum okkur senda okkur á veidikortid@veidikortid.is.
Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl.
Öll bátaumferð er bönnuð.

Myndasafn

Í grennd

Bifröst
Bifröst í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við á leið sinni um Borgarfjörð. Umhverfið er mjög ólíkt l…
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )