Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hellnar

Hellnar

Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar stunda nú vor- og sumarútgerð á smábátum. Meðfram ströndinni eru fallegar bergmyndanir og hellir, sem heitir Baðstofa. Hann er kunnur fyrir birtu- og litbrigði við vissar aðstæður.

Einnig er þar Gvendarbrunnur (sem einnig hefur verið kallaður Maríulind á síðustu árum), bergvatnslind, sem sprettur undan hraunjaðrinum í túni Skjaldartraðar. Þar hafa sumir, sem vita lengra en nef þeirra nær, séð heilagri guðsmóður bregða fyrir.

Hellnar eru í næsta nábýli við nýjasta þjóðgarðinn okkar, Snæfellsjökul, í u.þ.b. 6 km fjarlægð. Á Hellnum er gestastofa þjóðgarðsins með mjög áhugaverða sýningu um atvinnulíf fyrri tíma, jarðfræði, gróðurfar og dýralíf þjóðgarsins. Þjóðgarðsverðir bjóða gjarna upp á gönguferðir með leiðsögu.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 196 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Arnarstapi, Snæfellnes
Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er sagður …
Búðir
Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og  nálægð við Snæfellsjökul hafa mikið aðdráttarafl…
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Laugarbrekka
Laugarbrekka í Breiðavíkurhreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi er eyðibýli skammt upp frá Hellnum. Það   er vestan við Laugarholt, þar sem Bárðarlaug er.…
Malarrif
Malarrif er bær í Breiðuvíkurhreppi undir Jökli, skammt vestan við Lóndranga. Þangað eru um tveir km frá þjóðbraut og eru Malarrif sem syðsti hluti Sn…
Öxl
Öxl er í Breiðuvíkurhreppi í grennd við Búðir undir Axlarhyrnu (433m). Frá Öxl er gott útsýni austur- og   vesturum. Einn af fáum raðmorðingjum lands…
Snæfellsnes
Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytta fegurð og dramatískt landslag og fjölbreytt afþreying. Á Snæfellsnesi má m.a. finna ölkeldur, lifandi strandmen…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )