Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þórshöfn

Þórshöfn

Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi og byggist atvinnulífið á útgerð og fiskvinnslu. Nýtt hafnarstæði var tekið í notkun 1998. Langanes er austan að Þistilfirði, allbreitt ofan til en mjókkar mjög fram og endar í mjóum bjartanga, Fonti.

Miklir rekar eru á Langanesi, æðavarp og bjargfuglatekja. Mjög strjálbýlt er þarna og nú að mestu í eyði. Á Þórshöfn er góð þjónusta við ferðamenn og góðar laxveiðiár og fjöldi veiðivatna eru í nágrenninu. Í aprílbyrjun 2006 ákváðu íbúarnir að sameinast Bakkafirði, þannig að nú teljast íbúar Bakkafjarðar til Norðlendinga.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 630 km.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Langanes
Langanes er stór skagi austan Þistilfjarðar, allbreiður vestast en mjókkar út í örmjóan, 50-70 m  háanaustast, þar sem heitir Fontur. Norðan í bja…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Rauðanes í Þistilfirði
Rauðanes gönguleið Þessi texti er unninn upp úr bæklingi nemenda 8. bekkjar Svalbarðsskóla árið 2001. Rauðanes í Þistilfirði er í grennd við Velli…
Raufarhöfn
Raufarhöfn er kauptún á austanverðri Melrakkasléttu og hefur verið löggiltur verzlunarstaður frá 1836. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífs…
Rekaviður
Viðarreki hefur ætíð verið mikill við landið en þó mismunandi milli ára. Í þessu ella viðarsnauða landi var rekaviðurinn veigamikið búsílag og bjargað…
Svalbarð
Svalbarð var stórbýli en er nú kirkjustaður og fyrrum þingstaður Svalbarðshrepps í Þistilfirði. Skammt   norðan Svalbarðs fellur Svalbarðsá, góð laxve…
Tjaldstæðið Þórshöfn
Miklir rekar eru á Langanesi, æðavarp og bjargfuglatekja. Mjög strjálbýlt er þarna og nú að mestu í eyði. Á Þórshöfn er góð þjónusta við ferðamenn og …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )