Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingeyri

Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð er elzti verzlunarstaður í V.- Ísafjarðarsýslu. Þar er góð höfn og kauptúnið fór að myndast á síðari hluta 18. aldar. Þar er eitt af elztu húsum landsins, pakkhús frá því fyrir miðja 18. öld. Útgerð og fiskvinnsla er hér sem annars staðar á Vestfjörðum helzti atvinnuvegurinn, en þjónusta við ferðamenn eykst og stendur nú margt til boða og má þar telja meðal margs annars, ökuferð upp á Sandafell til að njóta stórfenglegs útsýnis.

Dalir skera þar tilkomumikil fjöll og helstan má nefna Haukadal en við hann er Kaldbakur hæsta fjall Vestfjarða.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 410 km .

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyri, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja

Myndasafn

Í grennd

Dýrafjörður
Dýrafjörður er stærstur fjarða í V-Ísafjarðarsýslu, um 37 km langur og 7 km breiður í miðju og 9 km yzt á   milli Hafnarness að Fjallaskaga. Hann sker…
Gemlufallsheiði
Gemlufallsheiði  Gemlufallsheiði milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar Þetta svæði er eitt af atburðarásum svokallaðrar Gíslasögu. Í Bjarnardalnum e…
Golfklúbbur Þingeyrar
GOLFKLÚBBUR ÞINGEYRAR Meðaldalsvöllur Þingeyri 9 holur, par 35. Golfklúbburinn Gláma var stofnaður 21 apríl 1991. Völlurinn er í landi Meðaldals…
Lokinhamradalur
Lokinhamradalur, vestast í norðanverðum Arnarfirði, er hömrum girtur nema til vesturs og meðal   afskekktustu byggðra bóla landsins. Þangað og þaðan f…
Núpur
Núpur við norðanverðan Dýrafjörð er fornt höfðingjasetur um aldir og skólasetur í áratugi. Þar sat m.a.  Eggert Hannesson (1550-1583), hirðstjóri og …
Sæbólskirkja
Sæbólskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Sæból er bær og kirkjustaður yzt við vestanverðan Önundarfjörð. Þar var kirkja helgu…
Skrúður, Dýrafirði
Skrúður er grasa- og trjágarður innan við Núp í Dýrafirði, sem séra Sigtryggur Guðlaugsson, prófastur á  heiðurinn af ásamt ræktun matjurta í tengslum…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Tjaldstæðið Þingeyri
Á Þingeyri er eitt af elztu húsum landsins, pakkhús frá því fyrir miðja 18. öld. Útgerð og fiskvinnsla er hér sem annars staðar á Vestfjörðum helzti a…
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…
Þingeyrarkirkja
Þingeyrarkirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Prestssetur hefur verið á Þingeyri frá    1915 og útkirkja á Hrauni. Núverandi ste…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )